Góðar Fréttir: hætt við aftökuna á Hamid Ahmadi

15.2.2017

Amnesty International voru að berast þær fréttir að hætt hefur verið við aftöku Hamid Ahmadi. Írönsk yfirvöld hafa tilkynnt fjölskyldu hans að hætt hafi verið við öll áform um að taka hann af lífi.

Amnesty International telur að írönsk stjórnvöld hafi hætt við aftöku Hamid vegna mikils þrýstingi frá almenningi og einstaklingum þar sem Amnesty International var í fararbroddi fyrir.

Takk kærlega fyrir stuðninginn. Amnesty International mun áfram fylgjast með máli Hamid Ahmadi til að tryggja að írönsk stjórnvöld standi við orð sín. 

Til baka