• Tep Vanny © Amnesty International

Kambódía: Aðgerðasinninn Tep Vanny laus úr haldi í kjölfar konunglegrar náðunar

31.8.2018

 „Það er fagnaðarefni að Tep Vanny sé loks laus úr haldi og komin í faðm fjölskyldu sinnar eftir rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir friðsamlegar aðgerðir,“ segir Minar Pimple, sem stýrir alþjóðlegum aðgerðum Amnesty International, um lausn Tep Vanny í kjölfar konunglegrar náðunar.

“Lausn hennar var löngu tímabær. Tep Vanny þurfti að þola mikið óréttlæti, allt frá tilhæfulausum ákærum sem voru sprottnar af pólitískum rótum yfir í ósanngjörn réttarhöld. Fyrir það fyrsta hefði hún aldrei átt að fara í fangelsi.“

Þann 15. ágúst 2016 var Tep Vanny handtekin og þann 23. febrúar 2017 var hún dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hún var sakfelld vegna þátttöku sinnar í friðsamlegum aðgerðum fyrir utan hús forsætisráðherra Kambódíu í mars 2013. Amnesty International taldi Tep Vanny vera samviskufanga og var mál hennar hluti af alþjóðlegri herferð samtakanna þar sem rúmlega 200.000 einstaklingar um heim allan kölluðu eftir lausn hennar.

Mál Tep Vanny var í netákalli Íslandsdeildar Amnesty International í júní 2017 þar sem 1500 einstaklingar skrifuðu undir ákall um lausn hennar.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!

 

Til baka