Miðbaugs-Gínea: Teiknari leystur úr haldi

16.3.2018

Teiknarinn og aðgerðasinninn Ramón Esono Ebalé var leystur úr haldi úr Malabo-fangelsinu þann 7. mars síðastliðinn.

Réttarhöld yfir Ramón voru þann 27. febrúar eftir að hann hafði verið fimm mánuði í varðhaldi. Í kjölfarið voru allar ákærur gegn Ramón um peningafölsun felldar niður þar sem helsta vitnið dróg vitnisburð sinn til baka og viðurkenndi að hann hefði verið beðinn um að ásaka Ramón.

Ramón var handtekinn í september 2017 og yfirheyrður eftir að hafa birt teiknimyndir sínar á netinu sem innihéldu gagnrýni á forseta landsins og stjórnvöld.

Amnesty International taldi Ramón Esono Ebalé vera samviskufanga sem var handtekinn fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsi sitt á listrænan hátt. Kærar þakkir til allra sem studdu Ramón. Mál hans var tekið upp í SMS-aðgerðaneti Amnesty International í febrúar. 

Til baka