Hækkun: SMS - aðgerðarnetið

1.8.2018

Kipras-streimikis-589185-unsplash

Á hverjum degi fær Amnesty International upplýsingar um mannréttindabrot sem eiga sér stað um allan heim og krefjast þess að við bregðumst hratt við. Með sms-aðgerðanetinu getum við safnað undirskriftum hratt og örugglega.

Sem sms-aðgerðasinni getur þú bjargað lífi með undirskrift þinni, saman náum við fram jákvæðum breytingum. Ef þú ert SMS-aðgerðasinni færðu send þrjú sms á mánuði. Þú getur skrifað undir málin með því að svara sms-inu og senda AKALL í 1900.

Nýtt verð í ágúst 2018

Verðið á sms-unum hefur verið óbreytt frá 2010 þegar það var stofnað. Í fyrsta sinn frá upphafi ætlum við að hækka hvert sms úr 99 kr. í 199 kr. Heildarverð á mánuði verður því 597 kr. Með því að vera meðlimur í sms-aðgerðarnetinu lætur þú því gott af þér leiða, bæði með því að skrifa undir málin og með því að styrkja fjárhagslega við starf Amnesty.

Afskráning

Þú getur að sjálfsögðu alltaf skráð þig úr sms-aðgerðanetinu með því að senda AMNESTY STOP í 1900. 

Til baka