Aðgerðastarfið okkar virkar

23.1.2017

Moses Akatugba var handtekinn af nígeríska hernum þegar hann var aðeins 16 ára gamall en við handtökuna var hann skotinn í höndina og barinn. Hann var bundinn á fótum og látinn hanga á hvolfi í marga klukkutíma í yfirheyrsluherbergi. Loks var töng notuð til að draga neglur af fingrum hans og tám í þeim tilgangi að þvinga hann til að játa á sig glæp. Eftir átta ár í fangelsi, án dóms og laga, hlaut hann dauðadóm.

Aðgerðasinnar Amnesty International um allan heim gripu til aðgerða og skrifuðu undir áskorun þar sem þess var krafist að Moses yrði látinn laus. Frá Íslandi bárust 16.000 undirskriftir til stuðnings Moses í gegnum Bréfamaraþon samtakanna og í gegnum beinar aðgerðir ungliðahreyfingarinnar. Þrýstingur Amnesty International bar árangur því í lok maímánaðar árið 2015 var Moses náðaður. Hann kom til Íslands ári síðar þar sem hann hitti mörg þeirra sem gripið höfðu til pennans og stutt við bakið á honum með undirskriftina að vopni.

Aðgerðastarfið okkar ber árangur!

Við fengum fyrirtækið Eventa films til að fanga heimsókn Moses á filmu og afraksturinn má sjá hérna.

 

 

Til baka