Bíókvöld Íslandsdeildar Amnesty International

8.3.2017

Fimmtudaginn 9. mars næstkomandi mun ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International standa fyrir bíókvöldi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan 20:00. Bíókvöldið er liður í flóttamannaherferð samtakanna sem ber heitið Velkomin. Sýnd verður myndin „7 Days in Syria“ en hún fjallar um blaðamanninn Janine di Giovanni sem fer til Sýrlands í þeim tilgangi að safna heimildum og skrásetja stríðið og þjáningarnar í landinu. Hún starfaði sem blaðamaður hjá Newsweek Middle East og hafði óskað eftir því að fá að fara til Sýrlands og skrifa fréttir um ástandið en ritstjórn fjölmiðilsins höfnuðu beiðninni og sögðu að förin væri of hættuleg. Engu að síður fór Janine til Sýrlands. Myndin gefur áhorfendum tækifæri til að gægjast inn í líf einstaklinga í stríðshrjáðu landi og sýnir þá hættu sem steðjar að blaðamönnum sem reyna að miðla fréttum úr myrkrinu.

Fyrir og eftir myndina fer fram undirskriftasöfnun fyrir sýrlenskan flóttamann sem er staðsettur á grísku eyjunni Lesbos. Hann á í hættu að vera sendur aftur til Tyrklands vegna samnings sem Evrópusambandið gerði við Tyrki.

Myndin hefur fengið frábæra dóma víða um heim. Það er því óhætt að lofa góðri kvöldstund.

 Bíókvöldið hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir. Athugið að myndin er ekki með íslenskum texta.

Nánar má sjá hérna: https://www.facebook.com/events/1431582086904327/

 

 

 

Til baka