Góðgerðarvika Kvennaskólans í Reykjavík

23.3.2017

 

IMG_9692 .

 

 

Dagana 13.-17. mars héldu nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík góðgerðarviku þar sem þeir létu gott af sér leiða. Góðgerðarnefnd skólans hafði veg og vanda af skipulagningu vikunnar en í nefndinni sitja: Anna Halldóra Snorradóttir, Einar Már Óskarsson, Katrín Rut Möller Magnúsdóttir og Þorbjörg Arna Jónasdóttir. Þessi vaska sveit setti sig í samband við Íslandsdeild Amnesty International og vildi fá að leggja samtökunum lið í baráttunni fyrir mannréttindum flóttafólks.

Góðgerðarnefndin skipulagði undirskriftasöfnun sem fram fór í matsal skólans. Þar voru nemendur hvattir til að mæta og skrifa nafn sitt á stóran borða. Með undirskrift sinni skoruðu þeir á íslensk stjórnvöld að gera meira til að hjálpa fólki á flótta með því að auka verulega móttöku kvótaflóttafólks árið 2017.

 

Received_1681965865163432 .

 

 

Nemendur Kvennaskólans tóku vel í framtak góðgerðarnefndarinnar og söfnuðust alls 303 undirskriftir. Íslandsdeild Amnesty International kann nefndinni og nemendum Kvennaskólans í Reykjavík bestu þakkir.

Til baka