Tyrkland: Stjórnvöld handtaka formann tyrknesku deildar Amnesty International

7.6.2017

 

Tanar .

 Formaður tyrknesku deildar Amnesty International, Taner Kiliç, hefur verið handtekinn í fjöldahandtökum. Hann var í hópi 22 lögfræðinga sem handteknir voru í borginni Izmir, grunaður um að hafa tengsl við hreyfingu Fethullah Gülen. Salil Shetty, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International, sagði:

„Það að formaður tyrknesku deildar Amnesty International hefur nú orðið fórnarlamb þeirra fjöldahreinsana sem staðið hafa yfir eftir tilraun hersins til valdaráns er frekari staðfesting á því hversu langt yfirvöld eru að seilast og hve mikill geðþótti ræður för. Taner Kiliç á að baki langan og farsælan feril við að verja nákvæmlega þau réttindi sem tyrknesk stjórnvöld troða nú fótum. Ef engin trúverðug sönnunargögn finnast um tengsl þessara lögfræðinga við athæfi, sem telst glæpsamlegt samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum, krefst Amnesty International þess að Taner Kiliç og hinir lögfræðingarnir verði leystir tafarlaust úr haldi og allar ákærur gegn þeim látnar falla niður.“

Til baka