Reykjavíkurmaraþonið

9.8.2018

Kæru hlauparar.

Við óskum ykkur öllum góðs gengis þarnæsta laugardag þegar Reykjavíkurmaraþonið fer fram.

Hér koma örfá praktísk atriði fyrir skráða hlaupara Amnesty:

Ef þú vilt hlaupa með fyrirliðaband Amnesty og fá Amnesty bol að gjöf þá finnurðu okkur merkt Amnesty fyrir framan MR á laugardagsmorgninum fyrir hlaup. Heilt maraþon og hálft hefst kl. 08:40 og við verðum á svæðinu frá 08:10.

Einnig verðum við með hvatningarstöð á Eiðisgranda við Grandaveg þar sem hlaupurum býðst orkustykki í boði Heilsu.is.

Gangi ykkur öllum sem allra best í undirbúningnum!

Steven-lelham-342930-unsplash .


Til baka