Sumarstarf hjá Íslandsdeild Amnesty

28.2.2018

Mannréttindasamtökin Amnesty International leita að starfsfólki til að sinna fjáröflunar- og kynningarstarfi fyrir samtökin í sumar. Starfið felst í því að kynna starfsemi Amnesty International og bjóða fólki að gerast félagar. Oftast er unnið utandyra og vinnutími er frá 11 - 18. 

Hæfniskröfur:

  • Mjög góð samskiptahæfni og framkoma.

  • Samviskusemi og áreiðanleiki.

  • Reynsla af sölumennsku er kostur.

  • Áhugi á mannréttindum er kostur.


Einnig leitum við að verkefnastjóra yfir sumarstarfinu. 

Verk- og ábyrgðarsvið:

• Skipulagning og yfirumsjón með starfi götukynna

• Dagleg samskipti og stuðningur við götukynna

• Skráningar og uppgjör

• Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur

• Menntun sem nýtist eða reynsla af sambærilegum störfum

• Mikil skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi

• Reynsla og þekking á sölu- og markaðsmálum er kostur

• Góð tölvukunnátta

• Mjög góð færni í íslensku og ensku

• Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni

• Brennandi áhugi á mannréttindum


 Upplýsingar gefur Sonja Huld Guðjónsdóttir, fjáröflunarstjóri á shg@amnesty.is.

Til baka