Taktu þátt í rannsókn Amnesty International

Staða mannréttinda fólks með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni rannsökuð

3.5.2018

Í byrjun júní ætla aðalstöðvar Amnesty International í Bretlandi að standa að rannsókn á Íslandi á stöðu mannréttinda einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, þ.e. hormónastarfsemi, kynkirtla, kynlitninga, kyn- og æxlunarfæri eða kynþroska sem er með einhverju móti öðruvísi en hjá flestum. Rannsóknin er sjálfstætt framhald af svipuðum rannsóknum sem Amnesty International stóð að í Þýskalandi og Danmörku. Samtökin leita eftir viðmælendum með ódæmigerð kyneinkenni og/eða fjölskyldumeðlimum sem þekkja til slíkrar reynslu. Ef þú hefur áhuga á að ræða um reynslu þína við Amnesty International eða hefur einhverjar spurningar um rannsóknina, vinsamlegast hafðu samband á netfangið rannsokn@amnesty.isFullum trúnaði og nafnleynd er heitið.

 

Til baka