Tónlistaruppistand í Tjarnarbíó 28. febrúar - styrktarsýning

19.2.2018

Leikarinn Kári Viðarsson flytur tónlistaruppistandið Frjáls Framlög á miðvikudaginn 28. febrúar. Sýningin fer fram á Tjarnarbarnum og því takmarkaður miðafjöldi í boði. Allur ágóðinn rennur óskertur til Íslandsdeildar Amnesty. Sýningin hefur fengið frábæra dóma og hvetjum við alla vini og velunnara Amnesty að mæta.

Tekið af vef Tjarnarbíós:

 

 

,,Tónleika-uppistand með óskabarni Snæfells- og Hnappadalssýslu

 

,,Næstvanmetnasti leikari landsins“ – Halldór Gylfason, frændi og leikari

 

Frjáls Framlög er sprenghlægileg, grátbrosleg og afkáraleg gleðistund þar sem sveita-leikhúsmaðurinnn tví-kviðslitni og sí-kvíðasjúki, Kári Viðarsson, opnar myndlíkingargluggann inn í sundurslitið sálartetrið uppá gátt, lekur sínum leyndustu leyndarmálum og leikur leiftur-hress lög í fjölmörgum mismundandi tónlistarstílum inn á milli. Djúpar vangaveltur um lífið, leikhúsið, ástina, og dauðann blandast saman við hárbeitta samfélagsrýni, samsæriskenningar og rammpólitískar afhjúpanir þar sem engu verður sópað undir teppið. Í hvert sinn er markmið sýningarinnar einfalt: Að miðla tvöföldum regnboga tilfinninga þar sem sviti hins sveltandi listamanns endurspeglar allt litrófið sem finna má á hinu vafa- og varasama vegasalti veruleikans."

 

 

Kari-vidars

 

 

 

Miðaverð: Frjáls framlög

Tímasetning: 20:30

Staðsetning: Tjarnarbarinn (Tjarnarbíó, Tjarnargata 12, 101 Reykjavík)

 

*** Hægt að tryggja sér sæti í gegnum midasala@tjarnarbio.is ***

 

 

 

 

Til baka