Vel heppnað upphaf herferðarinnar Bréf til bjargar lífi

4.12.2017

Gagnvirkri ljósainnsetningu Íslandsdeilar Amnesty International Lýstu upp myrkrið var ýtt úr vör þann 1. desember við Hallgrímskirkju en henni er ætlað að vekja athygli á árlegri herferð samtakanna Bréf til bjargar lífi. Þá taka hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan höndum saman til að styðja þá sem sæta grófum mannréttindabrotum.

Markmið herferðarinnar Bréf til bjargar lífi í ár er að safna í það minnsta 50.000 undirskriftum, fram til 16. desember, á bréf til viðkomandi stjórnvalda vegna málanna tíu.

Mikil ánægja var meðal gesta á ljósainnsetningunni en 7000 undirskriftir hafa safnast við Hallgrímskirkju frá því að ljósainnsetningunni var hleypt af stað.

 Markmið herferðarinnar Bréf til bjargar lífi í ár er að safna í það minnsta 50.000 undirskriftum, fram til 16. desember, á bréf til viðkomandi stjórnvalda vegna málanna tíu. 
Samtökin skora á alla að lýsa upp myrkrið í lífi þolenda mannréttindabrota og grípa til aðgerða með undirskrift sinni annað hvort með því að mæta á ljósainnsetninguna við Hallgrímskirkju fram til 5. desember, milli kl. 17 og 22 eða skrifa undir á vefsíðunni www.amnesty.is.

Höldum loganum lifandi í mannréttindabaráttunni.


Til baka