• Fundur í STh um Kairo aðgerðaráætlunina

Kaíró - Aðgerðaáætlunin

Um 1,8 milljarðar ungs fólks búa við þá ógn að kynlífs- og frjósemisréttindi þeirra séu hunsuð, þrátt fyrir loforð ríkja Sameinuðu þjóðanna um að vernda, virða og uppfylla þessi réttindi. 
Loforðin voru skjalfest í Kaíró-aðgerðaáætluninni fyrir 20 árum, á alþjóðlegri ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og þróun.
Í apríl 2014 
koma leiðtogar heimsins saman á sömu ráðstefnu til að ræða hvað hefur áunnist síðan Kaíró-aðgerðaáætlunin var samþykkt.
Hætta er á að ríki Sameinuðu þjóðanna 
standi ekki við stóru orðin þar sem þrýstingur ýmissa íhaldssamra ríkisstjórna og trúarhópa er mikill um að útvatna kynlífs- og frjósemisréttindi. Öll eigum við rétt á að taka ákvarðanir er lúta að líkama okkar og heilsu, kynferði og frjósemi, án ótta, mismununar eða þvingunar.
En um heim allan er fólki refsað 
– af ríkisvaldinu, heilbrigðisstarfsfólki og/eða eigin fjölskyldu – fyrir að taka slíkar ákvarðanir eða því er varnað þess að taka þær yfirhöfuð. Auk þess skortir margt ungt fólk aðgengi að upplýsingum, kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu er varðar kyn- og frjósemisréttindi til að það geti notið öryggis og heilbrigðis.