• Ramatouklaye Burkina Faso

Búrkína Fasó

Í Búrkína Fasó eiga konur og stúlkur erfitt með að leita til heilbrigðisþjónustu og fá þær upplýsingar sem þær þurfa á að halda til að stjórna lífi sínu og heilsu. Þar í landi ríkir bannhelgi við því að ræða um kynlífstengd mál, sérstaklega í hefðbundnum og íhaldssömum samfélögum. Fólk er því feimið eða skammast sín fyrir að ræða þessi mál. 

Fátækt og það hve sum svæði í sveitum landsins eru afskekkt takmarkar möguleika kvenna og stúlkna til að hafa uppi á fullnægjandi kynheilbrigðisþjónustu eða finna öruggan stað til að ræða vandamál og fá áreiðanlegar upplýsingar. Gjöld, hversu lág sem þau eru, geta verið stór hindrun í aðgengi kvenna og stúlkna að þjónustu. Viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til kvenna og stúlkna er einnig hindrun. Oft þurfa konur og stúlkur að fá samþykki eiginmanns eða foreldra til að fá aðgang að þjónustu í stað þess að eiga þess kost að vera meðhöndlaðar í trúnaði.

Önnur vandamál eins og þvinguð hjónabönd, samfélagslegur þrýstingur til að giftast, limlesting á kynfærum kvenna og nauðganir, eru einnig útbreidd. Algengt er að stúlkur giftist á barnsaldri, allt niður í 10 ára gamlar. Þessar stúlkur hafa engan ákvörðunarrétt um eigin líkama og líf. Þær þjást oft vegna meðgöngu á unga aldri. 

Burkina FAsoHasstou var 13 ára gömul þegar hún varð ófrísk. Hún hafði enga hugmynd um að kynlíf gæti leitt til getnaðar. Eftir að barnið var fætt rak fjölskylda hennar þau bæði út á götu.

Ramatoulaye eignaðist sitt fyrsta barn 12 ára gömul heima, með aðstoð. Á seinni meðgöngum sínum fór hún á heilsugæslu í Ramsa, 12 km frá þorpi sínu, í mæðravernd og til að fæða. Á fjórðu meðgöngu sinni í mars 2009 komst hún ekki þangað í tæka tíð:

Ég byrjaði að fá samdrætti. Bróðir eiginmanns míns keyrði mig á mótorhjóli sínu og eiginmaður minn fylgdi okkur eftir á öðru mótorhjóli. Þegar við komum að árbakkanum og leituðum að bátsmanni þá var hann ekki þar vegna þess að hann er líka með aðra vinnu. Þess vegna fæddi ég alein á árbakkanum. Það var mjög erfitt.