Tölfræði og staðreyndir

 KYNLÍF, MEÐGANGA, HJÓNABAND OG OFBELDI

Kynlíf

 • Samkynhneigð er í dag ólögleg í 76 löndum. Dauðarefsing liggur við samkynhneigð í Afganistan, Brúnei, Íran, Máritaníu, Pakistan, Sádí-Arabíu, Súdan, Jemen og hluta af Nígeríu og Sómalíu.
 • 340 milljónir smitast í fyrsta sinn af kynsjúkdómum á ári hverju í heiminum. Hlutfall þeirra sem smitast er hæst í hópi fólks á aldrinum 15-24 ára.
 • Á hverjum degi smitast 3000 ungmenni um heim allan af HIV.

Meðganga

 • Áætlað er að yfir 142 milljónir unglingsstúlkna muni fæða börn fyrir árið 2020.
 • Á hverju ári deyja 70 þúsund unglingsstúlkna vegna vandamála tengdra meðgöngu.
 • 215 milljónir kvenna um heim allan hafa ekki aðgang að getnaðarvörnum.
 • Áætlað er að um 22 milljónir óöruggra fóstureyðinga eigi sér stað á ári hverju.

Hjónaband

 • Næsta áratuginn eru 50 milljónir stúlkna líklegar til að giftast fyrir 15 ára afmæli sitt.
 • Í 52 löndum giftast stúlkur undir 15 ára aldri með samþykki foreldra.
 • Ef sama þróun heldur áfram þá mun fjöldi barnahjónabanda á ári hverju verða 15 milljónir árið 2030, sem er 14% aukning.

Ofbeldi

 • 150 milljónir kvenna um heim allan undir 18 ára aldri hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. 50% þeirra voru undir 16 ára aldri þegar ofbeldið átti sér stað.
 • Í Austur-Kongó var nauðgun fyrsta kynlífsreynsla 64% kvenna.
 • Í Bandaríkjunum hafa 83% stúlkna á aldrinum 12-16 ára orðið fyrir kynferðislegri áreitni í ríkisskólum.
 • 140 milljónir kvenna og stúlkna um heim allan hafa þurft að sæta limlestingu á kynfærum. Á ári hverju eiga þrjár milljónir stúlkna í heiminum á hættu að verða fyrir slíku ofbeldi.
 • Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur upplifað ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi.