Fórnarlömb hryðjuverka og ofbeldis vopnaðra hópa

 

Gegn ofbeldi og hryðjuverkum vopnaðra hópa og hryðjuverkamanna

Vopnaðir uppreisnarmenn í Kólumbíu

Aldrei er hægt að réttlæta að almennir borgarar séu gerðir að skotmarki. Árásir á óbreytta borgara eru ávallt brot á mannréttindum. Þær valda ekki einungis fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra óbærilegum þjáningum heldur skapa þær einnig andrúmsloft ótta þar sem heilu samfélögin búa við stöðuga ógn.

Ýtt er undir þjáningarnar þegar yfirvöld sinna ekki hlutverki sínu við að rannsaka málin til fulls, draga þá ábyrgu fyrir dóm og afhjúpa sannleikann um hvað gerðist eða að veita eftirlifendum aðgang að réttlæti eða skaðabótum.

Starf Amnesty International fyrir fórnarlömb hryðjuverka og vopnaðra hópa

Amnesty International vinnur að herferð byggðri á samhug og stuðningi, þar sem unnið er með fórnarlömbum og eftirlifendum árása vopnaðra hópa til að efla réttindi þeirra. Við tölum við fórnarlömbin, hlustum á persónulegar reynslusögur þeirra og söfnum saman vitnisburði til að skjalfesta og greina upplifun þeirra. Við bendum á erfiðleikana sem fórnarlömbin standa frammi fyrir til að ná fram rétti sínum, tryggjum að rödd þeirra fái að heyrast og að áhyggjuefnum þeirra sé sýndur skilningur.

Við:

Hvetjum alla vopnaða hópa til að hætta árásum þar sem almennir borgarar eru skotmörk eða árásir eru handahófskenndar

Krefjumst að stjórnvöld rannsaki vandlega allar árásir vopnaðra hópa á almenna borgara og dragi hina ábyrgu til saka

Undirbúum herferð sem byggir á samhug og stuðningi, vinnum með fórnarlömbum árása vopnaðra hópa til að kynna rétt þeirra til að fá fram réttlæti, skaðabætur og sannleikann.