Ólögleg varðhaldsvist

 

Gegn ólöglegri varðhaldsvist víða um heim

© Nancy Ross/iStockphoto

Margar ríkisstjórnir hafa brugðist við eða notfært sér auknar áhyggjur af hryðjuverkum til að handtaka fólk án þess að styðjast við þá venjulegu varnagla sem ber að hafa í huga við frelsissviptingu.

Varnaglarnir eru þeir að segja ber frá ástæðu handtökunnar og láta aðstandendur fangans vita hvar hann er í haldi. Fangar skulu einnig hafa aðgang að lögfræðingi og eiga að geta véfengt lögmæti varðhaldsins. Ekki skal halda þeim í varðhaldi á leynilegum stað.

Alvarleg brot á þessum mannréttindum geta valdið því að fólk veslast upp í fangelsum svo árum skiptir án réttarhalda og fær ekki að sjá nein sönnunargögn gegn sér og á enga möguleika á að véfengja varðhaldið.

Þegar um er að ræða þvinguð mannshvörf þá er afdrifum fólks og dvalarstað þeirra haldið algjörlega leyndum. Það þýðir að aðstandendur vita ekki hvort ástvinir eru lífs eða liðnir. Þeir, sem hverfa, njóta engrar lagaverndar og eiga á hættu að verða fyrir öðrum alvarlegum mannréttindabrotum.