Fimm einstaklingsmál

Á þessari stundu um heim allan er fólk eins og þú pyndað! Ímyndaðu þér að vera gefið rafstuð, verða vitni að aftöku, vera svipt/ur svefni svo dögum skiptir, sæta nauðgun og öðru kynferðisofbeldi, og að neglur á fingrum og tám séu dregnar af þér með töng. 

Pyndingar eru útbreiddur vandi og mannréttindaabrot sem færist í aukana. Við þurfum á þinni aðstoð að halda til að stöðva þessa grimmilegu meðferð í eitt skipti fyrir öll og þrýsta á ríki að standa við loforð sín.

Þú getur byrjað hér og nú með því að:

  • Deila sannleikanum um það hversu grimmilegar, ómannlegar og siðlausar pyndingar eru, að þær eru aldrei nokkurntíma, undir nokkrum kringumstæðum, réttlætanlegar og að þær eiga sér stað á þessari stundu!
  • Standa á milli pyndarans og þolenda pyndinga - verja þá sem eiga á hættu að sæta pyndingum og grípa til aðgerða fyrir þolendur pyndinga og fjölskyldur þeirra.
  • Skora á ríkisstjórnir heims að hætta að brjóta loforð sín og fara að virða rétt okkar allra til að lifa án pyndinga.

Hluti af herferðinnni Stöðvum pyndingar felur í sér að taka upp mál fimm einstaklinga í fimm löndum: Filippseyjum, Mexíkó, Úsbekistan, Marokkó og Nígeríu.

Kynntu þér málin og gríptu til aðgerða!