Dauðarefsingin er grimmileg, ómannúðleg og niðurlægjandi. Hún er brot á réttinum til lífs og á ekki að fyrirfinnast í réttarkerfi nútímans.
Enn í dag er dauðarefsingunni beitt af ríkjum út um allan heim en sem betur fer fer þeim fækkandi. Í sumum löndum getur það verið fyrir vímuefnaglæpi, í öðrum fyrir hryðjuverk og morð.
Amnesty fordæmir dauðarefsingar og er alfarið á móti þeim í öllum tilfellum án undantekninga. Dauðarefsingin er grimmileg, ómannúðleg og niðurlægjandi refsing.
108 lönd
hafa afnumið dauðarefsinguna í lögum í lok árs 2021.
18 lönd
framkvæmdu aftökur árið 2021.
579 aftökur
voru framkvæmdar 2021 (að undanskildu Kína, Víetnam og Norður-Kórea).
1000+ fangar
voru teknir af lífi í Kína (áætlað, tölur ekki opinberar).
Aftökur árið 2021
579Aftökur árið 2020
483Aftökur árið 2019
657Aftökur árið 2018
690Aftökur árið 2017
993Aftökur árið 2016
1.032Aftökur árið 2015
1.634Aftöku árið 2014
1.061Aftökur árið 2013
1.113Aftökur árið 2012
912Aftökur árið 2011
957Aftökur árið 2010
827Aftökur árið 2009
718Fjöldi aftaka síðustu ár í heiminum að Kína undanskildu
Amnesty International: Árleg skýrsla um dauðarefsinguna fyrir árið 2021
Kjarni vandans
Allir hafa rétt til að lifa, það eru mannréttindi sem gilda um alla, hvort sem þeir eru sekir um glæpi eða ekki.
Í mörgum löndum réttlæta stjórnvöld beitingu dauðarefsingarinnar með því að hún komi í veg fyrir glæpi. Engar sannanir eru fyrir því að sú leið sé árangursríkari til að fækka glæpum en fangelsisvist.
Dauðarefsingunni er oftar beitt gegn minnihlutahópum og jaðarhópum eins og lituðu og fátæku fólki. Sums staðar eru dauðarefsingar notaðar í pólitískum tilgangi til að refsa pólitískum andstæðingum. Sádi-Arabía hefur beitt dauðarefsingunni í auknum mæli gegn andófi sjíta-múslima sem er minnihlutahópur þar í landi.
Það er alltaf hætta á að saklaus einstaklingur sé tekinn af lífi. Aftaka er ávallt endanleg og óafturkallanleg. Fjöldi fólks sem hefur verið tekið af lífi hefur seinna verið hreinsað af sök.
Á heimsvísu hefur dauðarefsingin verið á undanhaldi. 55 ríki halda enn í dauðarefsinguna í lögum og 8 ríki halda í dauðarefsingu fyrir herglæpi og í sérstökum tilfellum.
Mikill minnihluti ríkja taka fanga af lífi en skráðar voru 579 aftökur í 18 ríkjum árið 2021 að Kína, Víetnam og Norður-Kóreu undanskildu og þar af áttu 80% allra aftaka sér stað í einungis þremur ríkjum: Íran, Sádi-Arabíu og Egyptaland. Árið 2021 var fjöldi aftaka næstminnstur frá árinu 2010 en fæstar aftökur voru árið 2020.
Kína trónir enn á toppnum yfir þau ríki sem taka flesta fanga af lífi en raunverulegt umfang er óþekkt þar sem gögn þar um teljast ríkisleyndarmál. Amnesty International telur að þúsundir fanga séu dæmdir og teknir af lífi þar á hverju ári.
Hverju hefur Amnesty áorkað?
Amnesty International er andvígt dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum og vinnur að því að afnema hana í öllum löndum heims.
Birtar eru skýrslur árlega um stöðu mála (Árleg skýrsla um dauðarefsinguna árið 2021).
Amnesty International hefur átt þátt í því að aftökum sé frestað eða dauðadómar felldir niður í málum fjölda einstaklinga og að afnema dauðarefsingu í mörgum löndum og nokkrum fylkjum Bandaríkjanna.
Þegar að Amnesty International hóf að berjast gegn dauðarefsingu árið 1977 höfðu einungis 16 lönd horfið frá henni. Í lok árs 2021 höfðu 108 lönd afnumið dauðarefsinguna í öllum tilfellum og 144 ríki afnumið hana í lögum eða framkvæmd.
Jákvæð þróun
Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 2020 kusu 123 ríki með alþjóðlegu banni á dauðarefsingunni. Aldrei áður hafa eins mörg lönd staðið með slíku banni.
Amnesty International hvetur til þess að:
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu