Tölur og staðreyndir árið 2020

483 aftökur í 18 löndum árið 2020. Lægsti fjöldi aftaka í áratug.

 Fækkun um 26% frá árinu 2019 þegar fjöldinn var 657.

Flestar aftökur eftir löndum:

  1. Kína (+1000)
  2. Íran (+246)
  3. Egypta­land (+107)
  4. Sádi-Arabía(27)

Að Kína undan­skildu voru 88% af aftökum síðasta árs í fjórum löndum:

  • Íran
  • Egyptalandi
  • Írak
  • Sádi-Arabíu

  • 108 lönd
    hafa afnumið dauðarefsingu úr hegningarlögum fyrir alla glæpi.

  • 144 lönd
    hafa afnumið dauðarefsingu í lögum eða framkvæmd.

  • 1.477 dauðadómar
    í 54 löndum árið 2020.

  • 28.567 fangar
    voru á dauðadeild í lok ársins 2020 á alþjóðavísu sem vitað er af.

483 aftökur í 18 löndum árið 2020 eftir heimshlutum

  • Miðausturlönd og Norður-Afríka
  • Asía og Kyrrahafssvæðið (að Kína undanskildu)
  • Norður-og Suður-Ameríka
  • Afríka sunnan Sahara
  • Evrópa og Mið-Asía

Amnesty International: Árleg skýrsla um dauðarefsinguna fyrir árið 2020

Aðferðir við aftöku árið 2020:

  • Afhöfðun
  • Raflost
  • Henging
  • Banvæn lyfja­gjöf
  • Byssu­skot

 

30 aftökur vegna brota sem tengjast vímu­efnum í 3 löndum: Kína, Íran og Sádi-Arabíu.

Í Íran fóru fram 3 aftökur fanga sem voru undir 18 ára aldri þegar brotið átti sér stað.

Á bæði Maldív­eyjum og í Íran sátu fangar á dauða­deild sem voru undir 18 ára að aldri þegar brotið átti sér stað.

Breyt­ingar á milli ára

  • Indland, Óman, Katar og Taívan hófu aftökur á ný.Í Hvíta-Rússlandi, Japan, Pakistan, Singapúr og Súdan fóru engar aftökur fram þrátt fyrir aftökur árin 2018 og 2019
  • Í Barein fór engin aftaka fram þrátt fyrir aftökur árið 2019
  • Egypta­land þrefaldaði fjölda aftaka (úr 32 í 107)
  • Rúmlega helm­ingi færri aftökur fóru fram í Írak (úr 100 í 45)
  • Sádi-Arabía fækkaði aftökum um 85% (úr 184 í 27)

36% fækkun á dauða­dómum:

  • 1.477 dauða­dómar í 54 löndum árið 2020
  • 2.307 dauða­dómar árið 2019

28.567 fangar á dauða­deild í lok árs 2020 sem vitað er um.

Dauða­dómar í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda sem samræmdust ekki alþjóð­legum stöðlum, voru kveðnir upp m.a. í Barein, Bangla­dess, Egyptalandi, Íran, Írak, Jemen, Malasíu, Pakistan, Sádi-Arabíu, Singapúr og Víetnam.

Dauða­dómar í 33 löndum árið 2020:

Afgan­istan, Banda­ríkin, Bangla­dess, Barbados, Gana, Gvæjana, Indland, Indó­nesía, Japan, Jemen, Kamerún, Kenýa, Kúveit, Lesoto, Lýðveldið Kongó, Malasía, Marokkó/Vestur-Sahara, Myanmar, Níger, Nígería, Óman, Pakistan, Sambía, Simbabve, Síerra Leóne, Singapúr, Suður-Kórea, Sri Lanka, Súdan, Sýrland, Tans­anía, Tæland og Trínidad og Tóbago.

Náðun 18 fanga á dauða­deild:

  • 6 í Banda­ríkj­unum
  • 6 í Sambíu
  • 3 í Kamerún
  • 1 í Kína
  • 1 í Singapúr
  • 1 í Taívan

Afnám dauðarefs­ing­ar­innar

  • Tjad afnam dauðarefs­inguna fyrir alla glæpi í maí 2020
  • Kasakstan skrifaði undir valfrjálsa bókun alþjóða­samn­ings um borg­arleg og stjórn­málaleg rétt­indi í desember 2020 sem skref í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar
  • Colorado í Banda­ríkj­unum var 22. fylkið þar til að afnema dauðarefs­inguna
  • Barbados afnam lögbundna dauðarefs­ingu

 

108 lönd (meiri­hluti ríkja) hefur afnumið dauðarefs­inguna í lögum fyrir alla glæpi.

144 lönd hafa afnumið dauðarefs­inguna í lögum og fram­kvæmd.

Tölfræði eftir heimssvæðum

Afríka sunnan Sahara

36% fækkun aftaka:

  • 16 árið 2020
  • 25 árið 2019

 

Aftökur í þremur löndum árið 2020 sem var einu landi færra en árið 2019:

  • Botsvana
  • Sómalíu
  • Suður-Súdan

6% fækkun á dauða­dómum:

  • 305 árið 2020
  • 325 árið 2019

Dauða­dómar í 18 löndum líkt og árið 2019.

87% aukning á mildun dauða­dóma:

  • 309 árið 2020
  • 165 árið 2019

 

Tjad var 21. landið í Afríku sunnan Sahara til að afnema dauðarefs­inguna

Asía og Kyrrahafið

Aftökur fóru fram árið 2020 í eftir­far­andi löndum:

  • Bangla­dess
  • Kína
  • Indlandi
  • Norður-Kóreu
  • Taívan
  • Víetnam

 

Í fyrsta sinn í nokkur ár fóru engar aftökur fram í Japan, Pakistan og Singapúr.

Rúmlega helm­ings fækkun á fjölda dauða­dóma:

  • 517 árið 2020
  • 1.227 árið 2019

 

Dauða­dómar:

  • í 16 löndum árið 2020
  • í 17 löndum árið 2019

Evrópa og Mið-Asía

Engar aftökur á svæðinu árið 2020 þó kveðnir hafa verið upp dauða­dómar í Hvíta-Rússlandi.

Í Kasakstan, Rússlandi og Tads­ík­istan var áfram aftökuhlé.

 

Kasakstan skrifaði undir valfrjálsa bókun alþjóða­samn­ings um borg­arleg og stjórn­málaleg rétt­indi í desember 2020 sem skref í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar.

Miðausturlönd og Norður-Afríka

25% fækkun á aftökum:

  • 437 árið 2020
  • 579 árið 2019

 

11% fækkun á fjölda fellda dauða­dóma:

  • 632 árið 2020
  • 707 árið 2019

 

Aftökur í átta löndum:

  • Egyptalandi
  • Íran
  • Írak
  • Jemen
  • Katar
  • Óman
  • Sádi-Arabíu
  • Sýrlandi

 

Óman og Katar hófu aftökur að nýju eftir nokk­urra ára hlé.

Norður- og Suður-Ameríka

Tólfta árið í röð eru Banda­ríkin eina landið á svæðinu þar sem aftökur fóru fram.

Eftir 17 ára hlé voru 10 einstak­lingar teknir af lífi á vegum alrík­isins undir stjórn Trumps í Banda­ríkj­unum á aðeins fimm og hálfum mánuði.

Fjöldi aftaka:

  • 17 árið 2020
  • 22 árið 2019

Fjöldi dauða­dóma:

  • 18 árið 2020
  • 35 árið 2019

 

Dauða­dómar í eftir­far­andi löndum árið 2020:

  • Banda­ríkj­unum
  • Tríndidad og Tóbago

 

Tengt efni