Ameríka

Skerðing á tján­ing­ar­frelsinu í Norður- og Suður-Ameríku birtist helst í harka­legum aðgerðum stjórn­valda gegn mótmæl­endum, árásum gegn fjöl­miðla­fólki og mann­rétt­inda­fröm­uðum.

Millj­ónir einstak­linga fóru út á götur til að mótmæla ofbeldi, ójafn­rétti, spill­ingu og refsi­leysi víðs vegar í Norður- og Suður-Ameríku á árinu 2019 og millj­ónir neyddust til að flýja heima­land sitt í leit að öryggi. Víðs vegar kröfðust mótmæl­endur einnig aukinna kven­rétt­inda, jafnra rétt­inda hinsegin fólks, aðgerða í lofts­lags­málum, auk þess sem krafist var jafns aðgengis að menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu.

Fjallað verður um Ameríku í heild sinni en finna má nánari umfjöllun um fimm lönd: Hond­úras, Mexíkó, Níkaragva, Síle og Venesúela.

Mótmæli, kúgun og hervæðing

Í mörgum löndum eins og Síle, Kólumbíu, Ekvador, Haítí og Hond­úras var mótmælum hrint af stað vegna póli­tískra og efna­hags­legra aðgerða stjórn­valda sem juku á ójöfnuð í umræddum löndum. Í Bólivíu spruttu fram mótmæli vegna ásakana um kosn­inga­s­vindl í tengslum við forseta­kjör landsins. Í Venesúela voru mótmælin rekin áfram af mikilli mann­rétt­inda­neyð í landinu, þar sem mótmæl­endur kröfðust þess að stjórn­málaleg rétt­indi yrðu virt, og að aðgengi að rétt­ar­kerfinu og efna­hags­legum- og félags­legum rétt­indum yrði tryggt. Í Níkaragva kröfðust mótmæl­endur þess að bundinn yrði endir á kúgun stjórn­valda, rétt­læti tryggt fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota og að fólk sem sæti í varð­haldi vegna lögmæts, póli­tísks andófs, yrði veitt frelsi.

Í stað þess að opna á umræður og veita kröfum mótmæl­enda um samfé­lags­legt rétt­læti athygli beittu stjórn­völd auknum hern­að­ar­að­gerðum og ofbeldi á mótmælum. Víða lýstu stjórn­völd yfir neyð­ar­ástandi sem ógnaði rétti almenn­ings til frið­samra mótmæla og tján­ing­ar­frelsis. Þessar aðgerðir stjórn­valda juku enn frekar á óánægju og vonbrigði almenn­ings sem leiddi til þess að enn fleira fólk, að minnsta kosti 210 einstak­lingar, létu lífið í kjölfar ofbeldis af hálfu yfir­valda í tengslum við mótmæla­að­gerðir almenn­ings. Konur og ungt fólk sem býr við þröngar efna­hags­legar aðstæður voru víða í farar­broddi mótmæl­anna.

Refsi­leysi vegna mann­rétt­inda­brota var mjög algengt á svæðinu, bæði vegna eldri brota og nýrri.

Pólitísk skautun (e. polarization)

Póli­tísk skautun jókst á svæðinu og endur­speglaði mikil vonbrigði almenn­ings með stjórn­völd og stjór­mála­legar elítur, þvert á póli­tískar línur. Almenn­ingur mótmælti vítt og breitt um land­svæðið þar sem fólk upplifði að kjörnir full­trúar væru í auknum mæli afskiptir þörfum og kröfum þeirra, bæði vegna spill­ingar og af því að almenn­ingur gæti ekki tekið þátt í mikil­vægum ákvörð­unum sem leiddi oft til þess að þær stefnur sem stjórn­völd móta væru óhag­stæðar þeim sem búa við fátækt eða eru efnam­inni, konum og stúlkum, frum­byggjum og ungu fólki.

Kynnt var undir enn frekari óánægju á svæðinu vegna þess að almenn­ingur í Rómönsku Ameríku og Kyrra­hafslönd­unum hélt áfram að búa við mestan ójöfnuð í heim­inum, samkvæmt mati Sameinuðu þjóð­anna.

Fátækt jókst til muna á árinu 2019 eða um 31% og hagvöxtur var nánast enginn.

Aðgengi að efna­hags­legum og félags­legum rétt­indum eins og menntun, heil­brigð­is­þjón­ustu og húsnæði var mjög ójafnt.

Árásir gegn fjölmiðlafólki og mannréttindafrömuðum

Refsi­leysi vegna mann­rétt­inda­brota ríkti alls staðar á svæðinu.

Ameríka trónir enn efst á lista yfir hættu­leg­ustu lands­svæði heims fyrir fjöl­miðla­fólk og mann­rétt­inda­frömuði. Árið 2019 voru 208 einstak­lingar myrtir vegna mann­rétt­ind­astarfa sinna og fjöl­margir aðrir sættu áreitni, laga­legum refs­ingum og þving­uðum manns­hvörfum. Í sumum löndum sætti fjöl­miðla­fólk áreitni,  varð­haldi að geðþótta og aftökum án dóms og laga. Í Mexíkó voru til að mynda tíu blaða­menn myrtir árið 2019 vegna starfa sinna.

Baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum og leið­togar frum­byggja sem börðust fyrir rétt­inum til aðgengis að land­svæðum og umhverf­is­vernd voru í mestri hættu á að sæta ofbeldi og áreitni. Samkvæmt skýrslu samtak­anna Front Line Defenders var flest baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum myrt í Kólumbíu, Hond­úras, Mexíkó og Bras­ilíu.

Þá virtu stjórn­völd víðs vegar á land­svæðinu ekki rétt frum­byggja til að veita frjálst og upplýst samþykki vegna nýtingar á land­svæði þeirra undir jarð­efna­vinnslu.

+ Lesa meira

Tengt efni