Hondúras

Árið 2019 fyrir­skipaði forseti Hond­úras harka­legar aðgerðir gegn þeim sem mótmæltu á götum úti og kröfðust afsagnar hans og ábyrgð­ar­skyldu af hálfu stjórn­valda. Í tilraun sinni til að þagga niður í mótmæl­endum hefur forsetinn m.a. beitt vopn­uðum hersveitum. 

Örygg­is­sveitir landsins beittu m.a. tára­gasi og gúmmí­kúlum og særðu tugi fólks. Frá apríl til júlí 2019 voru sex einstak­lingar myrtir í mótmælum en þar af felldu örygg­is­sveitir landsins þrjá. Að minnsta kosti 80 einstak­lingar særðust í mótmæl­unum.  

Kúgun­ar­til­burðir stjórn­valda í Hond­úras gegn mótmæl­endum hafa áður verið fordæmdir. Í júní 2018 gaf Amnesty Internati­onal út skýrsluna, Protest Prohi­bited: Use of Force and Arbitrary Detentions to Supp­ress Dissi­dent in Honduras. Skýrslan greinirfrá því hvernig stjórn­völd beittu óhóf­legu valdi gegn frið­sömum mótmælendum í kjölfar vafa­samra kosn­inga í landinu þann 26. nóvember 2017 og gripu til geðþótta­handtaka.Hundruð einstak­linga og mótmælenda var haldið föngum við hörmu­legar aðstæður svo mánuðum skipti og þeim neitað rétti til sann­gjarnrar máls­með­ferðar og tilhlýði­legrar málsvarnar. Allt frá kosn­ing­unum 2017 hefur mótmæla­hrina í landinu verið nánast stöðug en frá 4. mars til 25. júní 2019 fóru a.m.k. 346 mótmæli fram vítt og breitt um landið.  

Dauðsföll mótmælenda af völdum skotvopna 

Þann 20. júní 2019 var 17 ára gamall nemi, Ebil Noel Corea Mara­diaga, myrtur af hermönnum í bænum Yarumela. Nokkrum klukku­stundum áður en Ebil var myrtur höfðu mótmæl­endur komið vegar­tálma fyrir á einni götu í bænum sem hluti af mótmæl­aða­gerðum sínum en þeir hopuðu fljót­lega undan og reyndu að koma sér á brott. Engu að síður mætti bíla­lest hermanna skömmu síðar á staðinn og  tóku hermenn að skjóta á borgara og elta nokkra uppi, þeirra á meðal Ebil og föður hans.

Enda þótt feðgarnir hafi verið óvopn­aðir og reynt að leita skjóls í húsa­sundi, greindi vitni frá því að hermaður hafi tekið sér stöðu, miðað og skotið Ebil sem féll í fangið á föður sínum eftir að hermað­urinn hæfði hann í bringuna.

Ebil lést af skotsárum í fangi föður síns. Í 41 dag vaktaði fjöl­skylda hans gröfina, dag og nótt til að tryggja að engin kæmi á vegum hersins eða annarra úr röðum yfir­valda, til fjar­lægja byssu­kúluna úr brjósti Ebil og þannig fjar­lægja sönn­un­ar­gögn sem tengdu herinn við morðið. Foreldrar hans börðust linnu­laust fyrir rétt­læti syni sínum til handa en saksóknari neitaði upphaf­lega að leyfa óháðum aðila að fram­kvæma krufn­ingu á honum. Í sept­ember sama ár var hermaður loks hand­tekinn grun­aður um að hafa valdið dauða Ebil.  

 

Hermenn myrtu einnig Erik Peralta, 37 ára, þann 19. júní 2019 þegar hann var á heim­leið úr vinnu og reyndi að komast yfir breið­götu í höfuð­borg­inni Tegucigalpa sem var lokuð vegna mótmæla. Samkvæmt krufn­ing­ar­skýrslu fór byssukúlan í gegnum bringuna og lést Erik samstundis. 

Lögregla gerir atlögu í háskóla 

Amnesty Internati­onal skráði fjöl­mörg tilvik þar sem óhóf­legu valdi var beitt af hálfu yfir­valda í Hond­úras en eitt slíkt var áhlaup herlög­reglu í háskóla (UNAH) þann 24. júní 2019 þegar hún réðst inn í háskóla­bygg­inguna og skaut að tugum einstak­linga sem mótmæltu í anddyrinu. Í frétta­til­kynn­ingu sem stjórn­völd sendu síðar frá sér kom fram að aðgerð herlög­regl­unnar hafi verið rétt­læt­anleg og nauð­synleg til að bjarga herlög­reglu­manni, sem nemendur hafi numið á brott, auk þess sem háskóla­nem­arnir hafi beitt bens­ín­sprengjum og öðrum vopna­búnaði gegn örygg­is­sveitum. 

Amnesty Internati­onal telur að yfir­völd hafi beitt harka­legum aðgerðum gegn mótmæl­endum sem voru bæði ónauð­syn­legar og óhóf­legar. Þó að einhverjir mótmæl­endur hafi gripið til ofbeldis þýðir það ekki að öll mótmæla­að­gerðin hafi verið ofbeld­is­full.  

Samtökin fundu engar sann­anir fyrir meintu brott­námi á herlög­reglu­manni og rektor háskólans stað­festi að engar sann­anir lægju fyrir því né heldur hafi samn­inga­leið verið reynd áður en herlög­regla réðst til atlögu. Að minnsta kosti fimm háskóla­nemar særðust í atlög­unni m.a. 25 ára nemandi sem var skotinn í öxlina.  

Refsileysi 

Refsi­leysi vegna mann­rétt­inda­brota, sem Amnesty Internati­onal hefur fordæmt  í mörg ár, er land­lægt í Hond­úras og leiðir til enn frekari brota.

Refsi­leysi á sér stað í Hond­úras vegna ótta um hefndarað­gerðir yfir­valda eða ófull­nægj­andi rann­sókna á mann­rétt­inda­brotum.

Í átta málum sem Amnesty Internati­onal rann­sakaði árið 2019 lögðu sumar fjöl­skyldur þolenda ekki fram kærur til skrif­stofu saksóknara af ótta við refsi­að­gerðir yfir­valda eða þá að fjöl­skyld­urnar treystu ekki á hlut­leysi saksóknara þrátt fyrir að hafa lagt fram kærur. Í að minnsta kosti þremur málum héldu fjöl­skyld­urnar því fram að nauð­synleg skref hafi ekki verið tekin til að tryggja full­nægj­andi rann­sókn í tíma.  

Enn eitt dæmið um refsi­leysi átti sér stað í kjölfar morðtilræðis þann 24. apríl 2019. Óeinkennisklæddur maður, sem átti í samstarfi við lögreglu landsins,skaut einstak­ling sem ekki er hægt að nafn­greina af örygg­is­ástæðum. Þrátt fyrir haldbær sönn­un­ar­gögn, myndir og vitn­is­burði um atvikið var enginn sóttur til saka fyrir tilræðið. Enda þótt kæra hafi verið lögð fram strax í kjölfar atviksins og falast eftir upplýs­ingum frá embætti saksóknara um fram­vindu málsins hafa  engin svör borist.  

 

Amnesty Internati­onal hitti ráða­menn í Hond­úras til að ræða mann­rétt­inda­ástandið í landinu og kynna gögn samtak­anna sem sýndu alvar­leika ástandsins. Ráða­menn héldu því fram að farið hefði verið að lögum landsins og ef dæmi væru um annað stafaði þetta af reynslu­leysi einstakra aðila en ekki kúgun­ar­stefnu stjórn­valda. Að auki sögðu þeir að valdbeiting hersins hafi verið rétt­læt­anleg af öryggisástæðum og væri í samræmi við stjórn­ar­skrá.