Kynferðisofbeldi

Fólk á rétt á að taka ákvarð­anir er varða eigin heilsu, líkama og kynlíf, ákveða hvort og hvenær það gengur í hjóna­band og lifa án ótta við nauðgun og annað ofbeldi. Þvinguð hjóna­bönd, þar með talin barna­hjóna­bönd, limlest­ingar á kynfærum stúlkna og kynferð­isof­beldi eru brot á þessum rétt­indum.

Kjarni vandans

Málefni sem tengjast kyn-og frjó­sem­is­rétt­indum eru afleiðing rótgró­innar mismun­unar og kúgunar.

Barna­hjóna­bönd eru enn útbreidd, sérstak­lega í fátæk­ustu ríkj­unum en samkvæmt skýrslu UNICEF 2021 fer hlut­fall stúlkna sem voru giftar á barns­aldri fækk­andi síðustu tíu ár, ein af hverjum fimm stúlkum í stað ein af hverjum fjórum.

Stúlkur eru mun líklegri en drengir til að giftast á barns­aldri og byrja að stunda kynlíf á unga aldri. Á hverju ári er áætlað að 70 þúsund unglings­stúlkna láti lífið vegna vanda­mála tengdra meðgöngu.

Á ári hverju eiga þrjár millj­ónir stúlkna í heim­inum á hættu að sæta limlest­ingu á kynfærum. Aðgerð­irnar hafa í sumum tilfellum alvar­legar afleið­ingar eins og mikið blóðtap, sýkingar, smit á sjúk­dómum á borð við HIV-veiru vegna ósótt­hreins­aðra verk­færa, áverka og sárs­auka sem oft leiðir til erfið­leika við samfarir og barns­fæð­ingar

Konur á öllum aldri um allan heim og í öllum þjóð­fé­lags­stéttum búa við ógn um kynferð­is­legt ofbeldi og misnotkun, þar á meðal af hendi ættingja og maka. Ein af hverjum þremur konum í heim­inum hefur upplifað ofbeldi og/eða kynferð­isof­beldi.

Algengt er að lög og lögreglu­vald séu misnotuð til að refsa fyrir hegðun sem álitin er siðferð­is­lega óásætt­anleg. Þetta grefur undan vali einstak­linga í einka­lífinu. Í sumum tilfellum leiða refsilög til þess að þolendum mann­rétt­inda­brota er refsað en gerendur komast hjá refs­ingu, til dæmis hafa þolendur nauðgana verið ákærðir fyrir hórdóm.

Kröfur Amnesty International

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi séu hluti af alþjóða­skuld­bind­ingum og að ríkis­stjórnir breyti lögum og verklagi til að tryggja að rétt­indin séu virt og vernduð.

  • Banna þarf alla mismunun og ofbeldi og vald­efla einstak­linga til að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir um líkama sinn.
  • Hrinda þarf aðgerðum í fram­kvæmd sem koma í veg fyrir og vernda konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og draga gerendur til ábyrgðar.
  • Tryggja þarf lög sem banna hjóna­bönd barna og fram­fylgja þeim.
  • Amnesty Internati­onal fordæmir í öllum tilvikum limlest­ingar á kynfærum kvenna.

Dæmi um vandann

Norðvestur-Afríka

Í Norð­vestur-Afríku (Marokkó, Vestur-Sahara, Alsír og Túnis) er áherslan í löggjöf um nauðgun á siðsemi þolenda fremur en um sé að ræða alvar­lega árás. Sumstaðar á þessu svæði hafa gerendur í kynferð­is­brota­málum getað sloppið við dóm með því að giftast þoland­anum. Með slíkri löggjöf er ríkið samsekt í því að hylma yfir nauðgun. Í stað þess að vernda þolendur kynferð­isof­beldis og veita þeim stuðning er þeim refsað með því að þurfa að giftast kvalara sínum.

Vandinn byggist á rótgrónum viðhorfum samfé­lagsins til hlut­verka og virðis kvenna og heiður fjöl­skyld­unnar ræður. Óspjall­aðar stúlkur þykja álit­legri kven­kostur og því snýst nauðgun um virði þeirra. Löggjöf sem byggist á siðsemi þolenda kemur í veg fyrir að konur kæri nauðgun því hættan er sú að skuld­inni verði skellt á þær.

 

Marokkó

Amina Filali framdi sjálfsvíg með því að gleypa rottu­eitur í mars 2012. Hún var 16 ára gömul. Fljót­lega kom í ljós að Aminu hafði verið nauðgað og hún síðan þvinguð til að giftast nauðg­ar­anum sem að sögn hélt áfram að misþyrma henni í hjóna­bandinu.

Hann giftist henni vegna þess að marokkósk lög leyfðu nauðg­urum að komast hjá ákæru með því að giftast fórn­ar­lambi sínu ef það væri undir 18 ára aldri.

Í kjölfar máls hennar hefur löggjöf­inni verið breytt að einhverju leyti.

 

Túnis

Ung kona í Túnis var ákærð fyrir ósið­semi eftir að hún fór til lögreglu til að tilkynna nauðgun árið 2012. Hún var í bíl ásamt unnusta sínum í höfuð­borg Túnis þegar þrír lögreglu­menn komu til þeirra. Einn þeirra fór með unnusta hennar að hrað­banka til að ræna á meðan hinir nauðguðu henni í bílnum.

Lögreglu­menn­irnir sem hún kærði fyrir nauðgun sögðu að parið hefði verið í ósið­sam­legum athöfnum og voru ákærð fyrir ósið­semi.

Mál hennar vakti mikla athygli í landinu en þar er algengt að þolendur kynferð­is­brota séu gerðir ábyrgir fyrir brotinu sem þeir verða fyrir.

Búrkína Fasó

Þvinguð hjóna­bönd, samfé­lags­legur þrýst­ingur til að giftast, limlesting á kynfærum kvenna og nauðg­anir, eru útbreidd vandamál í Búrkína Fasó. Algengt er að stúlkur giftist á barns­aldri, allt niður í 10 ára gamlar. Þessar stúlkur hafa engan ákvörð­un­ar­rétt um eigin líkama og líf. Þær þjást oft vegna meðgöngu á unga aldri.

Tíðni barna­brúð­kaupa í Búrkína Fasó er ein sú hæsta í heimi. Meiri­hluti stúlkna verða einnig fyrir limlest­ingu á kynfærum.

Frá árinu 2016 hafa stjórn­völd í Búrkína Fasó skuld­bundið sig til að uppræta og koma í veg fyrir þvinguð hjóna­bönd og barna­brúð­kaup þar í landi. Nú er auðveldara að ákæra fyrir þvinguð hjóna­bönd þar sem lögin viður­kenna nú einnig óskráð hjóna­bönd (eins og á við um meiri­hluta þving­aðra hjóna­banda) en ekki aðeins þau hjóna­bönd sem fara í gegnum stjórn­sýslu.

Búrkína Fasó

Malaika flúði að heiman til að forðast þvingað hjóna­band. Þegar Malaika náðist af lögreglu var henni sagt að fara aftur í foreldrahús.

„Ég var fimmtán ára gömul þegar foreldrar mínir vildu gifta mig gömlum manni. Hann var sjötíu og fimm ára. Hann er eldri en faðir minn og á þrjár eigin­konur fyrir og dætur á mínum aldri. Þegar sá dagur rann upp að kynna átti mig fyrir gamla mann­inum sagði ég foreldrum mínum að ég væri ósátt við val þeirra og að ég vildi ljúka menntun minni. Þau sögðu mér að ég yrði að giftast mann­inum sem þau hefðu valið og að ég ætti ekkert val um annað en að samþykkja ráða­haginn.“

Tengt efni