Málefni Trans fólks

Skiln­ingur á hugtakinu „trans“

Hugtakið „trans“ er regn­hlíf­ar­hugtak sem nær yfir fjöldann allan af einstak­lingum sem eiga það sameig­in­legt að kynvitund þeirra, kyntjáning eða upplifun er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu.

Mikil­vægt er að hafa í huga að trans einstak­lingar leita sér ekki allir heil­brigð­is­þjón­ustu og þeir sem leita sér hennar gangast ekki allir undir sama ferlið. Sumt trans fólk óskar þess ekki að gangast undir kynfæra­að­gerð þó það gangist undir horm­óna­með­ferð og aðrir vilja undir­gangast hvorugt.

 

 

Barátta Amnesty International fyrir réttindum transfólks

Amnesty Internati­onal berst fyrir því að réttur einstak­linga til að fá laga­lega viður­kenn­ingu á kyni, vand­ræða- og sárs­auka­laust, sé virtur í öllum ríkjum heims. Það þýðir m.a. að fólk sem óskar eftir því að fá kyni sínu breytt á ekki að þurfa að gangast undir langt, strangt og oft á tíðum niður­lægj­andi grein­ing­ar­ferli þar sem það gengst undir grein­ingu á geðröskun einfald­lega vegna þess að kynvitund þess er önnur en það kyn sem því var úthlutað við fæðingu.

Samhliða breyt­ingu á kyni á einstak­lingur einnig rétt á að óska eftir nafna­breyt­ingu. Óheimilt ætti að vera að gera skurð­að­gerð, ófrjó­sem­is­að­gerð, lyfja­með­ferð, horm­óna­með­ferð eða aðra lækn­is­með­ferð svo sem sálfræði­með­ferð eða geðlækn­is­með­ferð að skil­yrði fyrir breyt­ingu á skrán­ingu kyns. Þá skal trans einstak­lingur eiga rétt á að fá útgefin persónu­skil­ríki sem samrýmast breyt­ing­unni.

 

 

Bæði trans- og intersex fólk sætir mismunun en hún getur tekið á ólíkar myndir. Bæði trans- og intersex fólk upplifir neikvæð áhrif af kynbundnum stað­alí­myndum, trans fólk vegna þess að kynvitund þess er á skjön við það kyn sem því er úthlutað við fæðingu og intersex fólk vegna þess að líkamar þess eru ekki í samræmi við dæmi­gerð einkenni karla og kvenna.

Trans fólk kann sjálf­viljugt að leita eftir laga­legri viður­kenn­ingu á kyni sínu samkvæmt kynvitund sinni (með því að fá opin­berum gögnum breytt) og/eða að gangast undir kynleið­rétt­ing­ar­ferli með skurð­að­gerð eða horm­óna­með­ferð. Trans fólk sætir mann­rétt­inda­brotum þegar það getur ekki fengið laga­lega viður­kenn­ingu á kyni eða upplifir órök­réttar kröfur til að fá slíka viður­kenn­ingu.

Staða trans fólks á Íslandi

Allt þar til ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 voru samþykkt í júní 2019 þurfti greina­gerð sérstaks teymis á vegum Land­spít­alans, sem heldur utan um málefni trans fólks, að liggja fyrir til að trans fólk gæti breytt nafni sínu og kyni í Þjóð­skrá samkvæmt lögum nr. 57/2012. Einstak­lingar þurftu að vera undir eftir­liti teym­isins í 18 mánuði og lifa í „gagn­stæðu kynhlut­verki“ í a.m.k ár. Nú geta einstak­lingar breytt kyni sínu og nafni í Þjóð­skrá af eigin frum­kvæði og hljóta þannig fullan sjálf­skil­grein­ing­ar­rétt.

Megin­breyt­ingin sem fylgir nýju lögunum nr. 80/2019 er sú að fólki verður frjálst að gera breyt­ingar á kynskrán­ingu sinni án þess að þurfa fyrst grein­ingu á svoköll­uðum „kynátt­un­ar­vanda” af hálfu heil­brigðis­kerf­isins með tilheyr­andi biðtíma og óvissu.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnar nýjum lögum um kynrænt sjálfræði og telur þau skref í rétta átt en telur engu að síður ýmsu ábóta­vant, eins og til dæmis þá ákvörðun að fjar­lægja lögbundið samráð við hags­muna­félög og hækkun aldurstak­marks fyrir nafna- og kynskrán­ing­ar­breyt­ingu án aðkomu foreldra eða sérfræð­i­nefndar, en í frum­varpinu sem lagt var fram til fyrstu umræðu var miðað við frjálsa kynskrán­ingu frá 15 ára aldri.

Amnesty Internati­onal hefur jafn­framt gagn­rýnt að engar form­legar verklagslags­reglur séu til staðar innan teymi Land­spít­alans aðrar en þær sem eru leið­bein­andi fyrir teymið sjálft en þær eru hvorki skráðar annars staðar né samþykktar af öðrum aðilum en teyminu sjálfu. Ljóst er að sú meðferð sem trans einstak­lingum er veitt hér á landi þarf að vera mun form­fastari og í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­inda­viðmið. Skýrra verklags­reglna og aðhalds er þörf. Auk þess kallaði Íslands­deild Amnesty Internati­onal eftir því að stjórn­völd tryggðu velferð trans barna og unglinga.

Tengt efni