Málefni Intersex fólks

Áætlað er að 1.7% einstak­linga á heimsvísu fæðist með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni þ.e. einkenni sem eru ekki alger­lega karl- eða kven­kyns, sem eru sambland af karl- og kven­kyns eða eru hvorki karl- né kven­kyns. Það þýðir að breyti­leikinn er jafn algengur og hjá rauð­hærðu fólki.

Breyti­leikinn á kynein­kennum getur verið marg­vís­legur og stundum er hann sjáan­legar strax við fæðingu, þegar reynt er að geta barn, kemur í ljós við kynþroska­ald­urinn, eða uppgötvast fyrir hreina tilviljun. Breyti­leikinn getur átt við um innri og ytri kynfæri, æxlun­ar­færi, horm­ón­a­starfs­semi, kynkirtla, kynlitn­inga, eða kynþroska sem er með einhverju móti öðru­vísi en hjá flestum.

Margir sem fæðast með ódæmi­gerð kynein­kenni sæta ónauð­syn­legum, óaft­ur­kræfum og skað­legum skurð­að­gerðum eða öðru inngripi sem börn sem hefur skaðleg líkamleg og sálræn áhrif til fram­tíðar.

Kjarni vandans

Undan­farna hálfa öld hefur fólk með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni verið látið sæta róttækum og oft óaft­ur­kræfum inngripum s.s. skurð­að­gerðum og horm­óna­með­ferðum til að laga kynein­kenni þeirra að vænt­ingum um dæmi­gert útlit og form kvenna og karl­manna.

Oft eru inngripin fram­kvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörð­un­inni þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkam­legri heilsu þeirra í hættu og inngripin séu óaft­ur­kræf.

 

Inngrip lækna byggja oft á þeim hugmyndum að snemm­bærar aðgerðir á kynfærum ungra barna komi til með að „draga úr áhyggjum foreldra“ og „draga úr form­dómum og tryggja samsömun við rétt kyn“. Að baki inngrip­unum liggur því góður vilji heil­brigð­is­starfs­fólks en vandinn er sá að umræddar aðgerðir hafa oft skaðleg áhrif til fram­tíðar, bæði líkam­lega og andlega.

Öll eigum við rétt á að taka ákvarð­anir um eigið líf og líkama þegar við höfum aldur og þroska til, rétt á bestu mögu­legu heil­brigð­is­þjón­ustu, frið­helgi einka­lífs og líkam­legri frið­helgi. Fólk með ódæmi­gerð kynein­ein­kenni á, eins og allir aðrir, rétt á að taka ákvarð­anir um eigin líkama.

Rannsóknir Amnesty International

Rann­sókn Amnesty í Danmörku og Þýskalandi:

Ný skýrsla um stöðu intersex fólks innan heil­brigðis­kerf­isins á Íslandi:

Helstu niður­stöður skýrsl­unnar um stöðu Intersex fólks á Íslandi eru sláandi en þar kemur fram að þegar einstak­lingar með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni og fjöl­skyldur þeirra leita eftir þjón­ustu í íslenska heil­brigðis­kerfinu dregur skortur á skýru mann­rétt­inda­miðuðu verklagi og þverfag­legri nálgun, ásamt ónógum félags­legum stuðn­ingi, úr mögu­leikum þeirra til að njóta líkam­legrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.

Amnesty Internati­onal skoraÐI á íslensk stjórn­völd að:

  • Tryggja og vernda jafna meðferð einstak­linga með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni, bæði í lögum og fram­kvæmd.
  • Samræma lög, reglu­gerðir og aðgerðir við ákvæði 7.1.1. í ályktun Evrópu­ráðs­þingsins nr. 2191, sem kveður á um að „banna ónauð­synleg lækn­is­fræðileg inngrip til að laga líkama barna að stöðl­uðum kynja­hug­myndum með skurð­að­gerðum, ófrjó­sem­is­að­gerðum og öðrum meðferðum á intersex börnum án upplýst samþykkis þeirra“, án þess að samræm­ingin feli í sér hegn­ing­ar­á­kvæði.

LÖG UM KYNRÆNT SJÁLFRÆÐI SAMÞYKKT.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal fagnaði löngu tíma­bærum lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi þann 18. júní árið 2019. Lögin afnema úreltar kröfur um laga­lega kynskrán­ingu og tryggja kynrænt sjálfræði fyrir trans fólk þar sem horfið hefur verið frá því að krefjast geðgrein­ingar á svoköll­uðum „kynátt­un­ar­vanda“  til að fá laga­lega viður­kenn­ingu á kyni. Íslands­deildin harmaði þó á þessum tíma að skrefið hafi ekki verið tekið til fulls en í lögunum var ekki að finna ákvæði ákvæði sem kemur í veg fyrir ónauð­syn­legar, óaft­ur­kræfar og inngrips­miklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni. Fyrir­heit voru engu að síður um að tillögur yrðu lagðar fram um nýja löggjöf innan árs frá samþykkt laga um kynrænt sjálfræði með skipan sérstakrar starfs­nefndar sem ætlað var að fara sérstak­lega yfir málefni fólks með ódæmi­gerð kynein­kenni. Breyt­ingar á lögum um kynrænt sjálfræði til verndar rétt­indum barna með ódæmi­gerð kynein­kenni var loks samþykkt á Alþingi þann 18. desember árið 2020. Megin­reglan er sú að varan­legar breyt­ingar á kynein­kennum barns yngri en 16 ára, sem fæðist með ódæmi­gerð kynein­kenni, skuli einungis gerðar í samræmi við vilja barnsins. Þessar breyt­ingar á lögum um kynrænt sjálfræði voru risa­stór rétt­arbót fyrir börn sem fæðast með ódæmi­gerð kynein­kenni.

 

 

Afstaða Amnesty International

Amnesty Internati­onal telur að bíða eigi með að gera breyt­ingar á kynfærum, kynkirtlum eða öðrum kynein­kennum ef mögu­legt er þar til barnið getur veitt upplýst, skrif­legt samþykki sitt fyrir meðferð­inni eða inngripinu og að fjöl­skyldum sé veittur sálfé­lags­legur stuðn­ingur.

Að sjálf­sögðu ættu allar ákvarð­anir að vera teknar út frá hverju tilfelli fyrir sig. Það munu alltaf vera tilfelli þar sem er raun­veruleg þörf á læknainn­gripi til að standa vörð um heilsu viðkom­andi, eins og til að mynda þegar þvagrás og leggöng á barni eru ekki aðskilin og þvag getur því lekið inn í leggöng og valdið sýkingum. Amnesty Internati­onal leggst þannig ekki gegn lækn­is­fræði­legum inngripum ef brýnar heilsu­fars­legar ástæður krefjast þess en oft er ekki um slíkt að ræða heldur fremur félags­legar eða útlits­legar ástæður.

+ Lesa meira

Tengt efni