Öryggi og mannréttindi

Öll þurfum við vernd gegn ofbeldi og hryðju­verkum. Hins vegar á engin ríkis­stjórn að fórna mann­rétt­indum borgara sinna fyrir þjóðarör­yggi.

Því miður er raunin sú víðs­vegar um heim. Amnesty Internati­onal vinnur að því að stöðva slík brot.

 

  • 10 milljónir
    manna eru fangelsaðir um allan heim.

  • 3,2 milljónir
    þeirra bíða enn réttarhalda.

  • 1
    lögfræðingur starfar fyrir hverja 50.000 íbúa í flestum þróunarlöndunum.

Kjarni vandans

Ábyrgðarskylda

Stjórn­völd víða um heim hafa framið mann­rétt­inda­brot í tengslum við hið svokallaða „stríð gegn hryðju­verkum“. Fyrir liggja sann­fær­andi gögn um leynileg gæslu­varð­halds­fang­elsi í ákveðnum löndum þar sem fangar hafa þurft að þola pynd­ingar og illa meðferð. Fáir aðilar hafa verið látnir sæta ábyrgð þrátt fyrir sönn­un­ar­gögn og flestir þeirra hafa verið lágt settir embæt­is­menn.

Þolendur, fjöl­skyldur þeirra og samfélög eiga rétt á að vita sann­leikann um þessi brot, gerend­urna og að ráðstaf­anir verði gerðar til að tryggja ábyrgð­ar­skyldu. Þetta eru grund­vall­ar­at­riði til að hægt sé að draga lærdóm af slíkum brotum, fyrir­byggja þau og að greiddar séu bætur.

Ólögleg varð­haldsvist

Margar ríkis­stjórnir hafa brugðist við eða notfært sér auknar áhyggjur af hryðju­verkum til að hand­taka fólk án þess að styðjast við þá varnagla sem ber að hafa í huga við frels­is­svipt­ingu. Varnagl­arnir eru þeir að segja ber frá ástæðu hand­tök­unnar og láta aðstand­endur fangans vita hvar hann er í haldi. Fangar skulu einnig hafa aðgang að lögfræð­ingi og að geta véfengt lögmæti varð­haldsins. Ekki skal halda þeim í varð­haldi á leyni­legum stað.

Alvarleg brot á þessum mann­rétt­indum geta valdið því að fólk veslast upp í fang­elsum svo árum skiptir án rétt­ar­halda. Þegar um er að ræða þvinguð manns­hvörf er afdrifum fólks og dval­ar­stað þeirra haldið algjör­lega leyndum. Einstak­lingar njóta engrar laga­verndar og eiga á hættu að verða fyrir öðrum alvar­legum mann­rétt­inda­brotum.

Kröfur Amnesty International

Amnesty Internati­onal krefst þess að ríki virði mann­rétt­indi í öllum aðgerðum sínum í nafni þjóðarör­yggis eða barátt­unnar gegn hryðju­verkum. Ríkis­stjórnir og einstak­lingar verða að sæta ábyrgð fyrir þau mann­rétt­inda­brot sem eru framin í nafni þjóðarör­yggis. Við vinnum einnig í þágu þolenda hryðju­verka og ofbeldis af hálfu vopn­aðra hópa og styðjum þá í baráttu sinni fyrir sann­leik­anum, rétt­læti og skaða­bótum.

Tengt efni