Tjáningarfrelsið

Tján­ing­ar­frelsið er undir­staða lýðræðis og nauð­syn­legt aðhald fyrir stjórn­völd. Mikil­vægt er að fólk geti tjáð sig ótta­laust og án þvingana eða ólög­mætra afskipta ríkis­valdsins og þannig notið mann­rétt­inda sinna í opnu  og sann­gjörnu samfé­lagi.

Tján­ing­ar­frelsið felur í sér rétt til að deila upplýs­ingum, tjá pólí­tískar, trúar­legar, heim­speki­legar eða aðrar skoð­anir með frið­sam­legum hætti í ýmsu tján­ing­ar­formi. Hvort sem það er í máli, ræðu, riti, tónlist, leik­riti, á netinu eða á öðrum opin­berum vett­vangi.

Tján­ing­ar­frelsið felur einnig í sér réttinn til að tjá persónu­leika sinn, meðal annars með klæða­burði, hegðan og látbragði.

Frelsi tengd tjáningarfrelsinu

Tján­ing­ar­frelsið er verndað í 19. grein Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna og felur í sér réttinn til að leita, taka við og miðla upplýs­ingum og hugmyndum með hvaða hætti sem er.

Fjöl­miðla­frelsi fellur undir tján­ing­ar­frelsið. Fjöl­miðla­frelsi er frelsi til að miðla upplýs­ingum og tjá skoð­anir í hinum ýmsum miðlum (sjón­varpi, útvarpi, hlað­varpi, prent­miðlum og netmiðlum). Fjöl­miðlar gegna mikil­vægu hlut­verki í að miðla upplýs­ingum til almenn­ings. Frjáls fjöl­miðlun er grund­völlur í samfé­lagi sem virðir mann­rétt­indi.

Tján­ing­ar­frelsið rennir einnig stoðum undir önnur mann­rétt­indi eins og hugsana-, samvisku- og trúfrelsi og tryggir að hægt sé að njóta þessara rétt­inda.

Funda- og félaga­frelsi er nátengt tján­ing­ar­frelsinu. Í 20. grein Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna kemur skýrt fram að við höfum öll rétt á að koma saman með frið­sömum hætti og mynda félög.

Rétt­urinn til að mótmæla er ekki skil­greindur í alþjóða­lögum en nýtur verndar meðal annars á grund­velli funda­frelsis. Funda­frelsið tryggir rétt einstak­linga til að koma saman með frið­sam­legum hætti og tján­ing­ar­frelsið tryggir rétt mótmæl­enda til að koma skila­boðum á fram­færi.

Félaga­frelsi felur í sér rétt til að stofna eða ganga í félög og samtök að eigin vali, t.d. verka­lýðs- og stjórn­mála­félög. Að sama skapi má ekki skylda okkur í félög.

Alþjóðleg lög

Samkvæmt alþjóða­lögum eru takmark­anir á tján­ing­ar­frelsinu mjög afmark­aðar.

Þessar takmark­anir verða að uppfylla þrenn skil­yrði:

  1. Hafa skýra skil­grein­ingu í lögum
  2. Vernda rétt­indi fólks eða almanna­heill
  3. Vera nauð­syn­legar og hóflegar

Ríkjum ber líka skylda til að banna hatursorð­ræðu sem felur í sér hvatn­ingu.

Það á við um haturs­fulla orðræðu eða áróður sem felur í sér ásetning og hvatn­ingu til mismunar, fjand­skapar eða ofbeldis gagn­vart ákveðnum hópum. Hótanir gegn einstak­lingum teljast ekki hatursorð­ræða. Það er þó ekki til almenn viður­kennd skil­greining á hatursorð­ræðu í alþjóða­lögum.

Kjarni vandans

Tján­ing­ar­frelsið gildir um hugmyndir, skoð­anir og hugs­anir af öllum toga, einnig þær sem eru mjög óþægi­legar eða móðg­andi.

Víða um heim brjóta stjórn­völd í síauknum mæli á tján­ing­ar­frelsinu og túlka skil­grein­inguna á „hvatn­ingu til haturs“ mjög vítt til að þagga niður í frið­sömum mótmæl­endum eða þeim sem sýna andóf í ræðu, riti, myndum eða með öðru tján­ing­ar­formi. Oft er það í nafni þjóðarör­yggis, almanna­heilla, menn­ing­ar­arfs og barátt­unnar gegn hryðju­verkum. Í raun er ætlunin að þagga niður í þeim sem gagn­rýna stjórn­völd.

Víða eru hörð viðurlög við að tjá hug sinn. Margra ára fanga­vist eða háar fjár­sektir fyrir að gagn­rýna stjórn­völd og í sumum tilfellum er fólk jafnvel tekið af lífi.

Kröfur Amnesty International

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að tján­ing­ar­frelsið sé eflt og verndað.

  • Samviskufanga ber að leysa úr haldi skil­yrð­is­laust og án tafar. Amnesty Internati­onal skil­greinir hvern þann einstak­ling sem er í fang­elsi fyrir það eitt að tjá hug sinn með frið­sam­legum hætti sem samviskufanga.
  • Afnema skal refsi­á­kvæði í lögum sem beinast gegn frið­sam­legum mótmæl­endum eða þeim sem tjá hug sinn.
  • Einstak­lingar skulu njóta réttar síns til að afla upplýs­inga er varða almanna­hags­muni en að ríkis­stjórnir og fyrir­tæki hafi takmarkað aðgengi að upplýs­ingum um einstak­linga og samtök til verndar frið­helgi einka­lífs.
  • Stjórn­völd beiti ekki harka­legum aðgerðum gegn frið­sömum mótmæl­endum.

Tengt efni