Sómalía

Átak­anleg brot á tján­ingar- og fjöl­miðla­frelsi eiga sér stað í Sómalíu. Fjöl­miðla­fólk þarf að þola mark­vissar árásir, bæði af hálfu örygg­is­sveita ríkisins og vopnaða hópsins Al-Shabaab sem hafa tengsl við Al-Qaida, aukna ritskoðun og hand­tökur af geðþótta­ástæðum.

Hrina ofbeld­is­fullra árása, hótana, áreitni og ógnana gegn fjöl­miðla­fólki hefur fest Sómalíu í sessi sem eitt hættu­leg­asta land í heimi fyrir starfs­stéttina að starfa í.

„Sómalskt fjöl­miðla­fólk sætir umsátri. Allt frá því að rétt lifa af bíla­sprengjur og skotárásir yfir í að sæta barsmíðum og geðþótta­hand­tökum. Þetta eru hrotta­legar starfs­að­stæður. Þessi herferð gegn tján­ingar- og fjöl­miðla­frelsi fer fram í skjóli refsi­leysis því stjórn­völd rann­saka vart eða lögsækja gerendur í árásum gegn fjöl­miðla­fólki.“

Deprose Muchena, fram­kvæmda­stjóri Austur-og Suður-Afríku­deildar Amnesty Internati­onal.

Harkalegar aðgerðir forseta

Starfhæf ríkis­stjórn hefur ekki verið við lýði í Sómalíu frá árinu 1991, auk þess sem langvar­andi átök, tilurð ýmissa vopn­aðra hópa, þurrkar og hung­urs­neyð hafa gert ástand mann­rétt­inda- og mann­úð­ar­mála með versta móti í heim­inum. Einstakt tæki­færi gafst til umbóta á mann­rétt­inda­ástandinu þegar forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo, tók við embætti í byrjun árs 2017. Þess í stað greip forsetinn til harka­legra aðgerða til bæla enn frekar niður tján­ingar- og fjöl­miðla­frelsi í landinu.

Allt frá því síðla árs 2017 hefur verið þrengt veru­lega að fjöl­miðla­frelsi í Sómalíu og bera örygg­is­sveitir ríkisins, yfir­völd og vopnuðu samtökin Al-Shabaab þar helst ábyrgð.

Fjöl­miðla­fólk og gagn­rýn­endur stjórn­valda sæta hótunum, ógnunum, þving­unum, barsmíðum, geðþótta­hand­tökum, árásum og jafnvel morðum eða morð­tilraunum, bæði af hálfu stjórn­valda og Al-Shabaab. Flestar árásir á fjöl­miðla­fólk eiga sér stað við frétta­flutning á hátíð­is­dögum, þegar skýrt er frá sprengju­árásum á vegum Al-Shabaab og mótmælum gegn stjórn­völdum og þegar fjöl­miðla­fólk ferðast í gegnum eftir­lits­stöðvar í höfuð­borg­inni Moga­dishu.

Yfir­völd hafa einnig gert skyndi­á­hlaup á fjöl­miðla­fyr­ir­tæki eða lokað þeim tíma­bundið til að koma í veg fyrir frétta­flutning eða til að kúga eigendur þeirra.

Þá beita stjórn­völd mútu­greiðslum til eigenda og fram­kvæmda­stjóra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja í þeim tilgangi að knýja fram sjálfs­rit­skoðun. Skoð­anir sem birtar eru á netinu eru heldur ekki látnar óáreittar en stjórn­völd beita marg­vís­legum brögðum til að hafa stjórn á efni sem birt er á samfé­lags­miðlum.

Fjöl­miðla­fólk í Suður-Sómalíu tjáði Amnesty Internati­onal frá því að embætt­is­menn á vegum ríkisins og örygg­is­sveitir hafi neitað að veita þeim upplýs­ingar sem varða almanna­hags­muni, synjað beiðnum um viðtöl, meinað þeim aðgang að bygg­ingum stjórn­valda og að vett­vangi  sprengju­árása Al-Shabbab.

Umfjöll­un­ar­efni sem fjöl­miðla­fólk á sérstak­lega erfitt að taka fyrir án þess að eiga á hættu að stjórn­völd beiti hefndarað­gerðum lúta m.a. að árásum Al-Shabaab, örygg­is­málum, gagn­rýni á stjórn­völd, spill­ing­ar­málum og mann­rétt­inda­málum.

Geðþóttahandtökur, árásir og morð á fjölmiðlafólki

Samkvæmt upplýs­ingum frá alþjóð­legri nefnd til verndar fjöl­miðla­fólki (CPJ, Comm­ittee to Protect Journa­lists) hafa alls 68 fjöl­miðla­fólk verið myrt frá árinu 1992. Að minnta kosti átta blaða­menn hafa verið myrtir frá því að forseti landsins tók við embætti. Fimm voru myrtir í árás vopnaða hópsins Al-Shabaab, tveir voru teknir af lífi af óein­kennisklæddum árás­ar­mönnum og einn var skotinn til bana af lögreglu.

  • Sautján ára töku­maður, Abdir­irzak Qassim Iman, var skotinn í höfuðið af lögreglu í Moga­dishu í júlí 2018 þegar hann reyndi að komast í gegnum eftir­lits­stöð í borg­inni. Hann hafði verið við tökur á frétt sem hann vann að. Iman lést af sárum sínum. Lögreglu­mað­urinn er hins vegar í felum og hefur tekist að skjóta sér undan rétt­vís­inni.
  • Fjöl­miðla- og baráttu­mað­urinn, Ismail Sheikh Khalifa, hjá sjón­varps­stöð­inni Kalsan lifði á undra­verðan hátt af þegar bíll hans var sprengdur í loft upp í desember 2018 á leið heim frá vinnu. Hann býr nú í Tyrklandi og þjáist enn vegna áverk­anna sem hann hlaut.

„Við lifum í stans­lausum ótta. Ég keyri ekki lengur bíl sjálfur, ég nota aðra bíla. Vinur minn keyrði mig til að geta átt þetta viðtal og ég hringi í annan vin til að fá far til baka. Þú veist aldrei hver hefur í hyggju að drepa þig,“ sagði fjöl­miðla­maður við Amnesty Internati­onal.

Einn fjöl­miðla­maður sem Amnesty Internati­onal ræddi við

Sabir Abdul­kadir Warsame starfaði sem frétta­maður hjá einka­rek­inni sjón­varps­stöð og var að taka viðtöl við fólk á götum úti í febrúar 2018 í tengslum við ársaf­mæli forsetans á valda­stóli þegar hann var hand­tekinn af lögreglu. Warsame var færður til yfir­heyrslu hjá lögregl­unni í Kismayo þar sem hann sætti pynd­ingum. Hann var m.a. spurður út í ástæður þess að hafa kvik­myndað bíl sem flutti viðarkol en örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna bannaði útflutning á viðar­kolum frá Sómalíu árið 2012 og eru því fréttir um efnið mjög eldfimar:

„Að kvöldi dags þann 10. febrúar fóru nokkrir lögreglu­menn með mig út úr varð­halds­stöð­inni, bundu fyrir augu mér og köstuðu mér í farang­urs­geymslu bifreiðar. Þeir keyrðu með mig á strönd og börðu mig illa. Þeir kaffærðu mig í sjónum og reyndu að kyrkja mig. Mér blæddi bæði úr munni og nefi þar til ég missti meðvitund. Næsta morgun rankaði ég við mér í fanga­klefa og samfangar mínir reyndu að aðstoða mig. Ég var leystur úr haldi þann 11. febrúar.“

Í fæstum tilfellum eru gerendur ódæð­isverk­anna sóttir til saka og engin rann­sókn á sér stað á brot­unum.

Umsátur úr öllum áttum

Zakariye Mohamud Timaade, fyrrum frétta­maður hjá sjón­varps­stöð­inni Universal, flúði land í júní 2019 í kjölfar hótana, bæði frá vopnaða hópnum Al-Shabaab og örygg­is­sveitum ríkisins, eftir tvo frétta­flutn­inga hans. Frétt Timaade í mars 2019 um hand­töku örygg­is­sveita ríkisins á þremur meðlimum Al-Shabaab reitti hópinn til reiði og hótuðu forsvars­menn Al-Shabaab honum lífláti með þeim orðum að hann „yrði drepinn áður en þrír meðlimir Al-Shabaab yrðu teknir af lífi“. Annar frétta­flutn­ingur Timaade í maí 2019 fjallaði um það að vopnaði hópurinn Al-Shabaab væri enn virkur í Moga­dishu sem reitti aðila í örygg­is­sveitum ríkisins til reiði þar sem þeir töldu sig líta út fyrir að vera vanhæfir. Hann var kall­aður til yfir­heyrslu þar sem hann var varaður við því að skipta sér af örygg­is­málum landsins. Timaade ákvað að flýja land í fram­haldi af símtölum með hótunum frá sömu aðilum. Hann sagði Amnesty Internati­onal:

„Ég óttaðist mest leyni­þjón­ustuna. Ég vissi að þeir vildu ráða mig af dögum. Í Moga­dishu getur þú falið þig fyrir Al-Shabaad en þú getur ekki falið þig fyrir leyni­þjón­ust­unni. Þeir gætu auðveld­lega náð mér á vinnu­staðnum. Ég ákvað að flýja.“

Ali Adan Mumin, vinsæll fjöl­miðla­maður hjá sjón­varps-og útvarps­stöð­inni Goobjoog, var hand­tekinn í maí 2019 án hand­töku­heim­ildar. Hann var ákærður fyrir að móðga opin­bera starfs­menn, trufla vinnu stjórn­valda, dreifa áróðri og „vera hættu­legur almenn­ingi“ vegna færslu á Face­book þar sem hann full­yrti að lekið hefði verið til hans afriti af samræmdu prófum sem ætlað var fyrir fram­halds­skóla landsins en hann ætlaði sér þó ekki að birta. Ákærur lögreglu gegn honum voru felldar niður en Mumin var fyrir­skipað að sitja í gæslu­varð­haldi í nokkra daga þar til prófa­törn fram­halds­skól­anna lyki.

Blygðunarlausar mútur stjórnvalda

Amnesty Internati­onal hefur skráð tilvik þar sem stjórn­völd hafa greitt fjöl­miðlum mútur fyrir að ritskoða sjálfa sig.

Að því er hermt að embætt­is­menn á vegum forseta­skrif­stof­unnar hafi greitt mánað­ar­legar mútur til nokk­urra eigenda og fram­kvæmda­stjóra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja í þeim tilgangi að koma í veg fyrir birt­ingu „óheppi­legra“ frétta. Að sögn vitna mútuðu stjórn­völd öllum helstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum landsins og nokkrum áhrifa­völdum á samfé­lags­miðlum á árunum 2017 til 2019.

Fyrrum frétta­stjóri lét eftir­far­andi orð falla:

„Ég var vanur að fá símtöl frá embætt­is­manni á skrif­stofu forsetans og ég hitti hann stundum á hóteli þar sem hann afhenti mér pening. Hann veitti aldrei leyfi fyrir því að leggja peninga inn á banka­reikn­inginn minn, hann krafðist þess að láta mig fá peninga­seðla.“

Margt fjöl­miðla­fólk sem Amnesty Internati­onal ræddi við nefndi að mútu­greiðslur til yfir­manna þess og fjöl­miðla­fyr­ir­tækja hefðu ógnvænleg áhrif þar sem það væri ekki frjálst til birta fréttir af málefnum sem stjórn­völd teldu þeim í óhag. Ritstjórar þeirra kæmu oft í veg fyrir að tilteknar fréttir yrðu birtar eða þeim útvarpað.

Fjöl­miðla­fólkið sagði að ritstjórar þess greindu opin­skátt frá því að þeir þáðu greiðslur frá stjórn­völdum, yrðu að ritskoða sig og gætu ekki birt tiltekið efni. Fjöl­miðla­fólk hefur verið rekið af tilteknum fjöl­miðlum að skipan stjórn­valda eftir að hafa neitað að ritskoða sig.

Hátt­settur embætt­is­maður á vegum stjórn­valda sagði Amnesty Internati­onal að stjórn­völd í Moga­dishu hefðu mætt mikilli andstöðu stjórn­ar­and­stæð­inga og viðbrögð þeirra  voru að grípa til róttækra aðgerða gegn leið­togum stjórn­ar­and­stöð­unnar og stjórna fjöl­miðlum landsins m.a. með mútu­greiðslum til að stýra samfé­lagsum­ræð­unni:

„Flestum áhrifa­miklum fjöl­miðla­eig­endum var tryggð mánað­ar­lega upphæð sem valt á stærð og vinsældum fjöl­mið­il­isins og eigend­urnir launuðu greiðann með jákvæðri fréttaum­fjöllun um stjórn­völd.“

Mohamed Ibrahim Osam, oftast þekktur sem Bubul, er frétta­maður sem starfar hjá Universal sjón­varps­stöð­inni. Hann hefur tvisvar verið rekinn af fjöl­miðli frá árinu 2017 fyrir að neita að ritskoða eigið frétta­efni. Osman tjáði Amnesty Internati­onal frá því að embætt­is­menn á vegum ríkisins hafi hringt í yfir­menn sína og skipað þeim að reka hann þar sem Osman hafði tekið saman gagn­rýna fréttaum­fjöllun. Einn af fyrrum yfir­mönnum Osman sagði honum síðar að hann hafi neyðst til að láta hann fara þar sem Osman hafi verið mjög gagn­rýninn á stjórn­völd á samfé­lags­miðlum og hann hefði ekki efni á að missa af peninga­greiðslum frá stjórn­völdum.

Stjórnun samfélagsmiðla

Hömlu­laust eftirlit stjórn­valda hefur neytt margt fjöl­miðla­fólk til að snúa sér að samfé­lags­miðlum til að reyna að tjá skoð­anir sínar og veita upplýs­ingar.

Stjórn­völd hafa hins vegar brugðið á það ráð að koma á starfs­hópum sem ætlað er að fylgjast með og greina frá efni á netinu sem er óvil­halt stjórn­völdum.

Fjöl­margt fjöl­miðla­fólk hefur greint frá símtölum þar sem því er hótað alvar­legum afleið­ingum ef það fjar­lægir ekki gagn­rýnið efni af eigin síðum á samfé­lags­miðlum.

Fjöl­miðla­maður sagði Amnesty Internati­onal frá því að hann hafi verið neyddur úr starfi sínu vegna opin­bers stuðn­ings við fram­bjóð­anda stjórn­ar­and­stöð­unnar á Face­book-síðu sinni. Starfs­maður á skrif­stofu forseta­embætt­isins hafði meðal annars samband við fjöl­miðla­manninn og bauð honum launa­hækkun að því gefnu að hann hætti að styðja fram­bjóð­anda stjórn­ar­and­stöð­unnar opin­ber­lega, sem fjöl­miðla­mað­urinn synjaði. Stuttu síðar tilkynnti yfir­maður fjöl­miðla­mannsins honum að fjöl­mið­illinn sem hann starfaði hjá þægi peninga frá ríkis­stjórn­inni og að fjöl­miðla­fólk sem starfaði á miðl­inum gæti ekki lengur birt upplýs­ingar sem væru gagn­rýnar á stjórn­völd, ekki einu sinni á eigin samfé­lags­miðli. Fjöl­miðla­mað­urinn var þving­aður til að láta af störfum og hefja störf á öðrum fréttamiðli.

Hermenn réðust á tvo fjöl­miðla­menn á þjóð­há­tíð­ar­degi Sómalíu í júlí 2019 fyrir að deila reynslu sinni af ofbeldi hermanna á samfé­lags­miðlum.

Annar þeirra, Abdulqadir Ahmed Mohamed, varð fyrir árás lífvarðar forsetans en hann deildi mynd­bandi sem náðist af árás­inni á Face­book og fór fram á að forsetinn tæki málið upp. Skömmu síðar fór Mohamed að berast símtöl og hótanir frá aðilum á vegum stjórn­valda og yfir­manni sínum sem fóru fram á að hann tæki mynd­bandið tafar­laust niður af Face­book-síðu sinni og bæðist afsök­unar. Mohamed sá sig nauð­beygðan til að birta annað mynd­band þar sem hann lýsti því yfir að hann fyrir­gæfi árás­ar­mann­inum. Árás­ar­mað­urinn var ekki sóttur til saka.

Hinn fjöl­miðla­mað­urinn, Abdulaziz Billow Ali, sem varð einnig fyrir líkams­árás, skrifaði um reynslu sína á Twitter og sætti strax áreitni af hálfu embætt­is­manna ríkisins allt til tvö að nóttu sama dag. Síðar barst Billow símtal frá hátt­settum embætt­is­manni á vegum forsæt­is­ráðu­neyt­isins þar sem hann baðst afsök­unar á árás­inni og í kjöl­farið sagðist Billow hafa fundið sig knúinn til að deila öðrum skila­boðum á Twitter þar sem hann varpaði jákvæðu ljósi á ríkis­stjórnina

Fjöl­miðla­fólk er einnig áreitt og þeim hótað fyrir umfjall­anir á samfé­lags­miðlum.

Vinsæll fjöl­miðla­maður frá Moga­dishu sem á gríð­ar­lega marga fylgj­endur á Face­book greindi frá því að hann væri áreittur og honum ógnað a.m.k. einu sinni í mánuði af yfir­völdum og hefur nokkrum sinnum verið kall­aður til yfir­heyrslu:

„Ég var kall­aður til yfir­heyrslu af manni sem starfaði hjá upplýs­inga­ráðu­neytinu og ég þekkti til. Hann sagðist stýra eftir­lit­steyminu með samfé­lags­miðlum. Hann spurði mig út í frétt mína um bílstjóra sem var myrtur. Síðan fór hann með mig í höfuð­stöðvar lögregl­unnar. Ég var leiddur inn í herbergi sem geymdi stút­fulla möppu af öllum mínum færslum á samfé­lags­miðlum. Þeir sögðu mér að eyða nokkrum færslum og ég eyddi þeim af því ég var hræddur við þá.“

Amnesty Internati­onal skráði jafn­framt 16 Face­book-reikn­inga á tíma­bilinu 2018 til 2019 sem yfir­völd létu gera óvirka í kjölfar færslna sem fól í sér gagn­rýni á stjórn­völd á þeim grund­velli að reikn­ing­arnar brytu gegn stöðlum Face­book.

Tengt efni