Evrópa

Rétt­urinn til tján­ing­ar­frelsis hefur verið undir beinni og stöð­ugri árás vítt og breitt um Evrópu á undan­förnum árum. Gripið hefur verið til marg­vís­legra aðgerða til að stemma stigu við málfrelsi og öðrum tegundum tján­ing­ar­frelsis. Þessar aðgerðir endur­spegla landslag þar sem frelsi til að nálgast upplýs­ingar, setja fram skoðun sína, skiptast á hugmyndum og taka þátt í kröft­ugum rökræðum, opin­ber­lega eða á netinu, er veru­lega á undan­haldi.

Nánar er fjallað um fimm Evrópu­lönd, Frakk­land, Spán, Ungverja­land, Pólland og Rúss­land. Þessi lönd endur­spegla þverr­andi svigrúm til frjálsrar tján­ingar og rökræðu um marg­vísleg mál sem sum hver kunna jafnvel að teljast móðg­andi. Refsi­væðing tján­ingar víða í Evrópu hefur hroll­vekj­andi afleið­ingar og hefur leitt til andrúms­lofts þar sem ótti og örygg­is­leysi ríkir. Í mjög mörgum Evrópu­ríkjum þar sem brotið er á tján­ingar- og funda­frelsi er löggjöf gegn hryðju­verkum misbeitt.

Hrina hryðjuverkalaga í Evrópu

Hundruð einstak­linga voru myrtir og særðir í hrinu hryðju­verka­árása á mörg ríki Evrópu á tíma­bilinu janúar 2015 til desember 2016. Borg­arar létu lífið í kjölfar sjálfs­morðs­árása, vopn­aðra árása og/eða bíla­árása eins og gerðist á jóla­markaði í Nice í Frakklandi í júlí 2016 og í Berlín, í Þýskalandi í desember sama ár. Þessar árásir eru ekki aðeins árás á einstak­linga heldur samfélög og ljóst er að stjórn­völd bera ábyrgð á að vernda líf borgara sinna, tryggja öryggi þeirra og frelsi til að ferðast um ótta­laust. Stjórn­völdum er þó ekki stætt á að beita hvaða aðferðum sem er til að vernda þessi rétt­indi, síst af öllu þeim stjórn­völdum sem grafa undan sömu rétt­indum og þau gefa sig út fyrir að standa vörð um.

Víðtækar breyt­ingar hafa átt sér stað á stjórn­ar­háttum víðs vegar í Evrópu. Stjórn­völd telja að takmarka verði rétt­indi borg­ar­anna til að geta tryggt öryggi þeirra. Allt frá því að ályktun 2178 á vegum Sameinuðu þjóð­anna var samþykkt með miklu hraði í sept­ember 2014 hafa flest ríki Evrópu kynnt til sögunnar hryðju­verkalög sem grafa undir rétt­ar­ríkinu og löggjaf­ar­valdinu, auka veg fram­kvæmda­valdsins, takmarka tján­ing­ar­frelsi og gera borgara berskjaldaða fyrir eftir­liti yfir­valda.

Misbeiting á hryðju­verka­lög­gjöf í Evrópu er ein víðtæk­asta ógnin sem tján­ing­ar­frelsinu stafar af í dag.

+ Lesa meira

Takmarkanir á tjáningarfrelsinu

Ríki verða að styðjast við mjög þröng skil­yrði ef takmarka á tján­ing­ar­frelsið. Fyrrum ritari Sameinuðu þjóð­anna, Ban Ki-Moon, taldi að aðeins ætti að leyfa hegn­ing­ar­á­kvæði um tján­ing­ar­frelsi í lands­lögum ef einstak­lingur „hvetur beint til hryðju­verka þ.e. ef tjáning viðkom­andi hvetur til eða skipar beint fyrir um glæp­sam­legan verknað, er ætlað að leiða til glæp­sam­legra aðgerða eða er líkleg til að leiða til slíkra aðgerða”.

Á alþjóða­degi fjöl­miðla­frelsis í maí 2015 létu fjórir sérfræð­ingar um tján­ing­ar­frelsi á vegum Sameinuðu þjóð­anna eftir­far­andi orð falla: „Refsi­væðing í lögum tengdum hryðju­verkum ætti að takmarkast við þá sem hvetja aðra til hryðju­verka; óljós hugtök eins og „vegsömun“, „rétt­læting“ og „að kynda undir“ hryðju­verkum ætti ekki að nota í lögum. Því miður eru óljós hugtök á borð við þessi notuð í hegn­ing­ar­lögum í nokkrum löndum Evrópu.

Innleiðing hryðju­verka­laga hefur haft mjög alvar­legar afleið­ingar fyrir marga einstak­linga auk þess sem áhrifin af slíkri laga­setn­ingu hafa þrengt mjög að opin­beru rými fólks til frjálsrar tján­ingar.

Evrópa hefur ekki takmarkað tján­ing­ar­frelsið með þessum hætti svo áratugum skiptir.

Lista­fólk, mann­rétt­inda­fröm­uðir, aðgerða­sinnar og aðrir hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þess.  Í Frakklandi hafa hundruð einstak­linga, þeirra á meðal börn, verið ákærðir á árunum 2014 til 2016 fyrir að „verja hryðju­verk“, m.a. í athuga­semdum á Face­book.

Kröfur Amnesty International

Amnesty Internati­onal hvetur öll ríki Evrópu til að:

  • Efla og vernda tján­ing­ar­frelsi
  • Takmarka aðeins tján­ing­ar­frelsi í samræmi við lög, takmörk­unin þarf að vera lögmæt og nauð­synleg í lýðræð­is­sam­fé­lagi.
  • Takmarka eingöngu tján­ing­ar­frelsið og sækja fólk til saka á þeim grund­velli þegar um fölskvalausa hvatn­ingu ræðir, þar sem einstak­lingur hvetur aðra til að fremja augljósa glæpi með þeim ásetn­ingi að hvetja aðra til að fremja slíka glæpi, ásamt röklegum líkindum á að viðkom­andi hópur einstak­linga muni fremja slíkan glæp, þar sem skýrt og beint orsaka­sam­hengi er á milli umræddrar hvatn­ingar/yfir­lýs­ingar og glæpsins.
  • Afnema óræð „brot eins“ og „vegsömum hryðju­verka“ eða „varnir fyrir hryðju­verk“.

Tengt efni