Erfða­gjafir

Hægt er að arfleiða hluta eigna sinna til Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

Erfða­gjafir geta nýst samtök­unum á fjöl­breyttan hátt. Hægt er að leggja fram ósk um að arfur fari í ákveðin verk­efni, verk­efni tengd ákveðnum mála­flokkum eða til almenns starfs Íslands­deild­ar­innar.

Erfða­gjafir til Íslands­deildar Amnesty Internati­onal eru undan­þegnar erfða­fjárskatti og eru tilteknar í erfða­skrám. Þú getur leitað til eigin lögfræð­ings eða fengið lögfræði­að­stoð hjá Íslands­deild­inni að kostn­að­ar­lausu.

Sendu póst á netfangið amnesty@amnesty.is til að fá meiri upplýs­ingar um erfða­gjafir eða hringdu á skrif­stofu Amnesty í síma 5117900.