Kamerún

Aðgerðasinna haldið án ákæru í 200 daga

Frið­ar­að­gerðasinninn Abdul Karim Ali hefur verið í haldi að geðþótta án ákæru í Kamerún síðan 11. ágúst 2022.

Yfir­völd hafa ekki lagt­fram form­lega kæru vegna varð­halds hans. Hann var yfir­heyrður í nokkur skipti vegna mynd­bands sem hann birti á Youtube þann 9. júlí 2022 þar sem hann fordæmdi herfor­ingja í kamerúnska hernum fyrir meintar pynd­ingar. Tveir vinir Abdul Karim hafa líka verið færðir í gæslu­varð­hald eftir að hann var hand­tekinn.

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að kamerúnsk stjórn­völd sleppi Abdul Karim og vinum hans strax úr haldi nema þeir verði ákærðir fyrir viður­kennd refsi­verð brot.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi