Rússland

Listakona á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna hernaðarandstöðu

Lista­konan Aleks­andra Skochi­lenko var hand­tekin í Rússlandi þann 11. apríl og yfir­heyrð til klukkan 03:00 um nóttina. Hún er sökuð um að hafa skipt út verð­miðum fyrir upplýs­ingar gegn stríðinu og slag­orðum í stór­markaði í Sankti Péturs­borg þann 31. mars.

Hún var ákærð fyrir að „dreifa vísvit­andi röngum upplýs­ingum um fram­göngu rúss­neska hersins“ og sett í gæslu­varð­hald til 1. júní. Aleks­andra Skochi­lenko er með alvar­legan heilsu­far­svanda og gæslu­varð­hald þar sem hún fær ekki viðeig­andi mataræði eða lækn­is­hjálp stofnar heilsu hennar í hættu. Hún á yfir höfði sér allt að tíu ára fang­elsi verði hún fundin sek.

Aleks­andra Skochi­lenko er laga­smiður og lista­kona, búsett í Sankti Péturs­borg. Hún er sökuð um að hafa skipt út verð­miðum í matvöru­verslun með upplýs­ingum sem beindist gegn stríðs­átökum Rúss­lands, þar á meðal um einstak­linga sem féllu í skotárás Rússa á leik­húsið í Mariupol. Tveimur dögum eftir hand­töku Alek­söndru úrskurðaði Vasi­leostrovsky-héraðs­dómur hana í gæslu­varð­hald til 1. júní 2022 (líklegt er að frest­urinn verði fram­lengdur). Aleks­andra Skochi­lenko er sökuð um „opin­bera miðlun vísvit­andi rangra upplýs­inga um herafla Rúss­lands og vald­beit­ingu rúss­neska ríkisins“ samkvæmt nýlegri grein 207.3(2) almennra hegn­ing­ar­laga. Hún á yfir höfði sér fimm til tíu ára fang­elsi verði hún fundin sek.

Aleks­andra Skochi­lenko er vel þekkt í lista­sam­fé­laginu. Hún semur lög, býr til teikni­myndir og skipu­leggur tónleika og tónlist­ar­spuna­kvöld. Hún er einnig höfundur bókar­innar „Bók um þung­lyndi” sem hefur hjálpað fjölda fólks og dregið úr skömm í umræð­unni um geðsjúk­dóma. Bókin hefur notið mikilla vinsælda. Hún hefur verið endur­prentuð nokkrum sinnum og þýdd á ýmis tungumál. Auk þess hafa verið gerð fjöl­mörg mynd­bönd og settar upp sýningar út frá bókinni.

Aleks­andra Skochi­lenko er með glút­en­óþol og þarfnast sérfæðis. Þann 20. apríl var greint frá því að heilsu hennar hefði hrakað vegna skorts á aðgengi að glút­en­lausum mat. Daginn eftir tilkynnti lögfræð­ingur hennar Amnesty Internati­onal að fang­elsið leyfði henni loksins að fá matarpakka frá fjöl­skyldu sinni með glút­ein­lausum mat en tveimur dögum síðar var hún flutt í annað fang­elsi fram að rétt­ar­höldum. Einn af lögfræð­ingum Alek­söndru heim­sótti hana þann 25. apríl í fang­elsinu og greindi í kjöl­farið frá því að heilsu hennar hrakaði. Hún getur ekki borðað þar sem hún fær ekki það sérfæði sem hún þarfnast og hún hefur heldur ekki getað fengið mat frá fjöl­skyldu sinni. Henni finnst hún því oft vera veik­burða.

Gríptu til aðgerða eins fljótt og auðið er, eða til 1. júní 2022.

Krefstu þess að rúss­nesk yfir­völd­felli niður ákærur gegn Alek­söndru Skochi­lenko og láti hana lausa án tafar. Verði á því einhverjar tafir þarf að tryggja að Aleks­andra fái aðgang að sérfæði og þá lækn­is­að­stoð sem hún þarfnast í samræmi við alþjóð­lega staðla.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Afnema verður ritskoðunarlög sem kæfa andóf

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Ísrael

Tryggja þarf mannúðaraðstoð til Gaza

Skrifaðu undir og krefstu þess að forsætisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að mannúðarneyðin aukist enn frekar og framfylgi úrskurði Alþjóðadómstólsins með því  að tryggja mannúðaraðstoð og læknisaðstoð fyrir alla íbúa Gaza í samræmi við alþjóðalög.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.