Noregur
Samar í Noregi berjast fyrir lausn á máli sínu vegna vindmylla sem reistar voru á beitilendi fyrir hreindýrarækt samanna. Samar eru frumbyggjar á svæðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Maja óttast að vindmyllurnar valdi menningu Sama og búrekstri hreindýra stórskaða. Norsk stjórnvöld þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu.
Maja Kristine Jåma hefur, ásamt öðrum Sömum, barist við yfirvöld í heimahéraði sínu Fosen í norsku sýslunni Trøndelag. Baráttan snýr að ákvörðun um vindmyllur á svæði þar sem Samar smala hreindýrum. Vindmyllurnar eru 151 talsins og þeim fylgja landlínur, vegagerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beitilendis í Fosen sem hreindýraræktendur nýta að vetri til.
„Vindmyllurnar yfirtaka beitilendi hreindýranna. Eyðilegging hreindýraræktar er ekki aðeins aðför að lífsviðurværi okkar, heldur menningu Sama.“
Maja Kristine Jåma
Samar unnu málið fyrir rétti. Þann 11. október 2021 dæmdi hæstiréttur Noregs samhljóða úrskurð um að vindmyllurnar, sem voru þá þegar starfandi að fullu, brytu gegn mannréttindum Sama. Það eru mannréttindi að frumbyggjar og minnihlutahópar fái að halda í sína menningu.
Þrátt fyrir þennan úrskurð hefur enn engin lausn verið fundin 500 dögum síðar. Enn er tími fyrir norsk yfirvöld að bregðast við.
Það eru meira en 20 ár síðan fyrstu áform um vindmyllur voru kunngjörð í Fosen. Þetta hefur því verið langt og slítandi ferli fyrir Maju og aðra samíska hreindýraræktendur.
„Þegar við börðumst gegn þessu fyrst, var ekki hlustað á okkur. Fólk gat ekki skilið hvers vegna við börðumst gegn vindorku, sem átti að vera „grænn“ valkostur. En ég sé ekkert „grænt“ við það að eyðileggja náttúru og reka í burtu fólkið sem lifir af náttúrunni með sjálfbærum hætti.“
Maja Kristine Jåma
Sárast finnst Maju að ríkið skuli ekki virða úrskurð hæstaréttar.
„Norsk yfirvöld hafa haft 500 daga til að stöðva þessi mannréttindabrot. Og ekkert hefur verið gert. (…) Það veldur mér áhyggjum að yfirvöld hlusti ekki á okkur og virði ekki einu sinni dómsúrskurð. Ef við látum það yfir okkur ganga erum við öll í hættu.“
Skrifaðu undir ákall um að Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, fylgi úrskurði hæstaréttar og tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífsviðurværi sitt og fái að halda í eigin siði og menningu.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Ísrael
Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.
Bandaríkin
Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.
Íran
Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.
Noregur
Norsk stjórnvöld þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu. Samar, frumbyggjar í norðurhluta Noregs, hafa barist við yfirvöld vegna þess að vindbúskapur á svæðinu ógna hreindýrum þeirra, lífsviðurværi og menningu. Vindmyllurnar eru 151 talsins og þeim fylgja landlínur, vegagerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beitilendis í Fosen sem samískir hreindýraræktendur nýta að vetri til. Skrifaðu undir ákall um að Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífsviðurværi sitt og fái að halda í eigin siði og menningu.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu