Egyptaland

Námsmaður ranglega fangelsaður vegna „falsfrétta“

Þann 22. júní árið 2021 var Ahmed Samir Santawy, egypskur meist­ara­nemi og rann­sak­andi við Central European háskólann í Vínar­borg, dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi fyrir að hafa birt svokall­aðar fals­fréttir.

Hann er samviskufangi sem egypsk yfir­völd þurfa að láta lausan tafar­laust og án nokk­urra skil­yrða.

Rann­sóknir Ahmed Samir Santawy snúa að mestu um rétt­indi kvenna og varpa ljósi á sögu Egypta­lands hvað varðar kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi egypskra kvenna.

Stuttu eftir að Ahmed kom frá Vínar­borg, þann 1. febrúar 2021, handtók egypska örygg­is­stofn­unin hann að geðþótta, beitti hann pynd­ingum, illri meðferð, barsmíðum og yfir­heyrði Ahmed um rann­sóknir hans. Hann sætti þvinguðu manns­hvarfi fimm daga.

Hann var svo færður fyrir sérstakt ákæru­vald sem tekur fyrir þjóðarör­ygg­ismál. Þar var farið fram á varð­hald á meðan rann­sókn stæði yfir vegna tilhæfu­lausra hryðju­verka­ásakana gegn honum.

Í maí 2021 hóf ákæru­valdið nýja glæp­a­rann­sókn gegn Ahmed um að dreifa fals­fréttum á samfé­lags­miðlum í þeim tilgangi að grafa undan egypskum yfir­völdum og þjóð­ar­hags­munum og valda óreiðu og usla meðal almenn­ings. Ákæran fellur undir 80. grein (d) egypskra hegn­ing­ar­laga.

Mánuði síðar var hann dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi af neyð­ar­þjóðarör­ygg­is­dóm­stól. Dómurinn byggir á gagn­rýni hans á samfé­lags­miðlum um mann­rétt­inda­brot í egypskum fang­elsum og röngum viðbrögðum yfir­valda við heims­far­aldr­inum sem Ahmed neitar fyrir að hafa skrifað.

Ekki er hægt að áfrýja neyð­ar­dómum sem þessum og einungis forseti Egypta­lands getur fyrir­skipað um að láta Ahmed lausan.

Skrifaðu undir ákall um að forseti Egypta­lands, Abdel Fattah Al-Sisi, felli niður dóminn á hendur Ahmed Samir Santawy og láti hann lausan tafar­laust og án skil­yrða!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Afganistan

Aðgerðasinni í þágu menntunar handtekinn að geðþótta

Matiullah Wesa er aðgerðasinni í þágu menntunar og mannréttinda. Hann var handtekinn að geðþótta af leyniþjónustu talibana. Fjölskylda hans hefur ekki fengið að heimsækja hann og engar leiðir tiltækar til að véfengja lögmæti varðhaldsins. Skrifaðu undir og krefstu þess að Abdul Haq Wasiq, framkvæmdastjóri leyniþjónustu talibana, leysi Matiulla Wesa tafarlaust úr haldi.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Kúba

Samviskufanginn Maykel Osorbo er í hættu

Maykel Osorbo, er kúbverskur samviskufangi og tónlistarmaður. Hann hefur mætt stöðugu áreiti og hefur margsinnis sætt varðhaldi að geðþótta. Fjölskylda hans hefur tjáð Amnesty International að hún hafi töluverðar áhyggjur af heilsu Maykel. Skrifaðu undir og krefstu þess að hann verði tafarlaust leystur úr haldi.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Nígería

Unglingstúlka lést í kjölfar nauðgunar

Keren-Happuch Aondodoo Akpagher var 14 ára stúlka og nemandi í Premier Academy í Abuja í Nígeríu. Grunur er um að henni hafi verið nauðgað í skólanum en hún dó nokkrum dögum síðar, 22. júní 2022. Krufning bendir til þess að hún hafi látist að völdum sýkingar sem hún fékk í kjölfar nauðgunar.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.