Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðast­liðnum eftir að Palestínska örygg­is­veitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeld­is­fulls föður síns. Syst­urnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morð­hót­anir og „yfir­heyrslur” þar sem þeim var hótað með skot­vopni. Amnesty Internati­onal óskar eftir sönn­unum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfir­völd á Gaza veiti þeim umsvifa­laust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi. Yfir­völd á Gaza eru skuld­bundin af palestínskum og alþjóð­legum lögum til að grípa inn í og fyrir­byggja ofbeldi gegn konum og vernda þær frá frekara ofbeldi. 

Wissam al-Tawil hefur sagt frá reynslu sinni af ofbeldi föður síns og lýsti yfir stuðn­ingi við alla eftir­lif­endur kynbundins ofbeldis í grein sem birtist þann 24. desember 2022 á frétt­a­síð­unni raseef22.net. Síðast­liðna mánuði hafa Wissam og Fatimah sýnt gríð­ar­legt hugrekki með því að tala gegn ofbeldi á samfé­lags­miðlum. Þær neita að láta þagga niður í sér jafnvel þó faðir þeirra hóti þeim. Yfir­völd hafa ekki heim­ilað þeim að yfir­gefa Gaza-svæðið þrátt fyrir að þær séu ekki í farbanni. 

Eftir að hafa verið í felum vikum saman voru þær færðar af yfir­völdum aftur heim til föður síns þann 5. janúar. Í síðustu skila­boð­unum sem Amnesty Internati­onal fékk frá þeim þann sama dag stóð „Við erum dauða­dæmdar.”

Skorum á palestínsk yfir­völd að rann­saka hvort Wissam og Fatimah al-Tawil séu óhultar. Palestínsk yfir­völd bera ábyrgð á því að vernda þær gegn hvers konar ofbeldi og tryggja öryggi þeirra. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi