Netfréttakona fangelsuð

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Þegar Wuhan-borg í Kína var lokað í kjölfar örrar útbreiðslu kórónu­veirunnar var Zhang Zhan ein örfárra sjálf­stæðra netfrétta­manna sem skýrðu frá krísu­ástandinu.

Lögfræð­ing­urinn fyrr­ver­andi var stað­ráðin í að varpa ljósi á sann­leikann og ferð­aðist í þeim tilgangi til borg­ar­innar í febrúar 2020. Zhang Zhan greindi frá því á samfé­lags­miðlum að yfir­völd hefðu tekið til fanga óháða blaða­menn og áreitt fjöl­skyldur smit­aðra einstak­linga. Sjálf­stæðir netfrétta­menn voru eina uppspretta órit­skoð­aðra beinna upplýs­inga um kórónu­veirufar­ald­urinn í Kína þegar hann kom fyrst til sögunnar í Wuhan-borg.

Sjálf­stæðir blaða­menn og fjöl­miðla­fólk sæta linnu­lausum árásum og áreiti fyrir að afhjúpa upplýs­ingar sem stjórn­völd myndu vilja þagga niður.

Zhang Zhan hvarf spor­laust í Wuhan-borg í maí 2020. Yfir­völd stað­festu síðar að hún væri í haldi lögreglu í Shanghai í 620 km fjar­lægð frá borg­inni. Í júní 2020 hóf Zhang Zhan hung­ur­verk­fall til að mótmæla varð­haldinu. Í desember sama ár var hún orðin mjög veik­burða og mætti í hjóla­stól í fyrir­töku í dómsal. Dómari dæmdi hana í fjög­urra ára fang­elsi fyrir að „stofna til ágrein­ings og valda vand­ræðum“.

Zhang Zhan var flutt í kvennafang­elsi í Shanghai í mars 2021. Yfir­völd meina henni enn fjöl­skyldu­heim­sóknir.

„Við eigum að varpa ljósi á sann­leikann, sama hvað það kostar,“ segir Zhang Zhan. „Sann­leik­urinn hefur ávallt verið dýrkeypt­asta verð­mæti veraldar. Hann er líf okkar.“

Krefðu kínversk stjórn­völd um að leysa Zhang Zhan tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi