Netfréttakona fangelsuð

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Þegar Wuhan-borg í Kína var lokað í kjölfar örrar útbreiðslu kórónu­veirunnar var Zhang Zhan ein örfárra sjálf­stæðra netfrétta­manna sem skýrðu frá krísu­ástandinu.

Lögfræð­ing­urinn fyrr­ver­andi var stað­ráðin í að varpa ljósi á sann­leikann og ferð­aðist í þeim tilgangi til borg­ar­innar í febrúar 2020. Zhang Zhan greindi frá því á samfé­lags­miðlum að yfir­völd hefðu tekið til fanga óháða blaða­menn og áreitt fjöl­skyldur smit­aðra einstak­linga. Sjálf­stæðir netfrétta­menn voru eina uppspretta órit­skoð­aðra beinna upplýs­inga um kórónu­veirufar­ald­urinn í Kína þegar hann kom fyrst til sögunnar í Wuhan-borg.

Sjálf­stæðir blaða­menn og fjöl­miðla­fólk sæta linnu­lausum árásum og áreiti fyrir að afhjúpa upplýs­ingar sem stjórn­völd myndu vilja þagga niður.

Zhang Zhan hvarf spor­laust í Wuhan-borg í maí 2020. Yfir­völd stað­festu síðar að hún væri í haldi lögreglu í Shanghai í 620 km fjar­lægð frá borg­inni. Í júní 2020 hóf Zhang Zhan hung­ur­verk­fall til að mótmæla varð­haldinu. Í desember sama ár var hún orðin mjög veik­burða og mætti í hjóla­stól í fyrir­töku í dómsal. Dómari dæmdi hana í fjög­urra ára fang­elsi fyrir að „stofna til ágrein­ings og valda vand­ræðum“.

Zhang Zhan var flutt í kvennafang­elsi í Shanghai í mars 2021. Yfir­völd meina henni enn fjöl­skyldu­heim­sóknir.

„Við eigum að varpa ljósi á sann­leikann, sama hvað það kostar,“ segir Zhang Zhan. „Sann­leik­urinn hefur ávallt verið dýrkeypt­asta verð­mæti veraldar. Hann er líf okkar.“

Krefðu kínversk stjórn­völd um að leysa Zhang Zhan tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar um innrás Rússlands í Úkraínu í stórmarkað. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttatíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju á mótmælum fyrir utan heimili hennar. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.