Haldið neðanjarðar í 41 dag

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael, ungur forritari, gekk til liðs við ungt fólk sem fór út á götur í Abuja, höfuð­borg Nígeríu, til að mótmæla ofbeldi, kúgun og morðum sérsveitar lögreglu sem er þekkt sem SARS. Hann studdi mótmælin á Twitter og Face­book með því að nota vinsæla myllu­merkið #EndSARS.

Tveimur vikum síðar, snemma morguns hinn 13. nóvember 2020, réðust 20 vopn­aðir menn inn á heimili Imoleayos. Þeir brutu gluggann í svefn­her­bergi hans og beindu að honum byssu til að þvinga hann til að opna útidyrnar. Þegar þeir voru komnir inn á heimili hans tóku þeir símann hans og tölvu og lokuðu eigin­konu hans, aldraða móður og sjö mánaða son inni í herbergi auk þess sem þeir tóku rafmagnið af götu­ljós­unum við hús hans.

Imoleayo var færður á aðal­stöðvar ríkis­lög­regl­unnar þar sem honum var haldið neðanjarðar í 41 dag án aðgangs að lögfræð­ingi eða fjöl­skyldu sinni. Fyrstu nóttina var hann hand­járn­aður með bundið fyrir augu og hlekkj­aður við stál­skáp. Allan tímann þurfti hann að sofa á hörðu gólfinu og það eina sem hann fékk að borða var hafra­grautur með steinum í. Hann var yfir­heyrður samtals fimm sinnum þennan tíma.

Imoleayo þjáðist af lungna­bólgu og var á endanum leystur úr haldi gegn trygg­ingu í desember 2020. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum um „samsæri með öðrum um að spilla friði almenn­ings“ og fyrir að „spilla friði almenn­ings“.

Krefstu þess að stjórn­völd í Nígeríu felli niður allar ákærur.

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi