Mannréttindalögfræðingur í fangelsi

Glataði frelsi sínu fyrir að verja frelsi annarra

Mohamed Baker hefur dálæti á köttum og sjálfur á hann fimm heim­ilisketti. Hann er einnig fótboltaunn­andi og hefur gaman af vegg­tennis og mótor­hjóla­akstri.

Baker tilheyrir samfé­lagi Núbíu­manna og heldur hann mikið upp á núbíska tónlistar- og menn­ing­ar­arf­leifð. Í dag getur mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­urinn hins vegar aðeins látið sig dreyma um það sem hann hefur dálæti á. Baker var varpað í fang­elsi fyrir það eitt að verja rétt­indi jaðar­hópa í Egyptalandi.

Í sept­ember 2019 fór Baker á skrif­stofu saksóknara til að verja vin sinn en var sjálfur hand­tekinn. Yfir­völd réttuðu aldrei yfir honum en ásökuðu hann um upplognar hryðju­verka­að­gerðir og vörpuðu Baker í fang­elsi. Allt vegna þess að yfir­völdum hugn­aðist ekki mann­rétt­inda­störf hans. Baker stýrir Adalah-miðstöð­inni fyrir rétt­indum og frelsi sem styður við mann­rétt­indi fólks sem hefur rang­lega verið fang­elsað.

Baker hefur sætt marg­vís­legu harð­ræði og grimmi­legri meðferð í fang­elsinu. Fang­els­is­mála­yf­ir­völd veittu honum til að mynda ekki leyfi til að kveðja deyj­andi föður sinn. Honum er haldið föngnum í þröngum og daunillum klefa og hefur hvorki aðgang að rúmi eða dýnu né heitu vatni. Þá fær hann ekki að stunda neina hreyf­ingu eða líkams­rækt utan­dyra og er meinað að hafa myndir af fjöl­skyldu­með­limum í klef­anum.

Þrátt fyrir þetta harð­ræði er Baker vongóður.

„Einn daginn … munum við halda vinnu okkar áfram við að koma á frjálsum samfé­lögum.“ Hjálpaðu Baker að sjá þann dag verða að veru­leika.

Krefðu egypsk stjórn­völd um að leysa Mohamed Baker tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi