Baráttusamtök kvenna og hinsegin fólks

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félaga­sam­tökin Sphere hafa barist fyrir rétt­indum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Þau eru meðal elstu samtaka á sínu sviði í Úkraínu. Samtökin, sem voru stofnuð af aðgerða­sinn­unum Önnu Sharyhinu og Viru Chernayginu, eru griðastaður fyrir konur og hinsegin fólk í Kharkiv, annarri stærstu borg Úkraínu.

Enda þótt Úkraína sé talin fram­sækn­asta landið á sviði rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks, á meðal ríkja fyrr­ver­andi Sovét­ríkj­anna, hafa stjórn­völd brugðist þeirri skyldu sinni að takast á við haturs­glæpi. Á sama tíma og hópum sem beina spjótum sínum gegn hinsegin fólki hefur vaxið ásmegin í landinu verður Sphere fyrir auknum árásum. Þessir hópar hafa ráðist á stuðn­ings­fólk Sphere og húsa­kynni þeirra, pissað utan í húsveggi og dreift saur á hurð­ar­húna á heimili þeirra, brotið glugga og hrópað ókvæð­isorð í áttina að þeim. Tugir árása af þessu tagi hafa átt sér stað. Anna og Vira hafa kært þessar árásir til lögreglu en enginn sætir ábyrgð.

Árið 2019 skipu­lagði Sphere fyrstu Gleði­gönguna í Kharkiv. Þrátt fyrir hótanir og ógnanir mættu hátt í 3.000 manns í gönguna. Lögreglu mistókst hins vegar að vernda þátt­tak­endur gegn ofbeldi og tók þess í stað þátt í því að hreyta fúkyrðum í þá. Anna og Vira segja að aðgerða­leysi lögreglu frammi fyrir stöð­ugum árásum valdi því að starfs- og stuðn­ings­fólk Sphere lifi í stöð­ugum ótta.

„Ég vil að árás­ar­menn okkar séu dregnir til ábyrgðar í samræmi við lög,“ segir Anna.

Taktu undir kröfuna og þrýstu á úkraínsk stjórn­völd.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar um innrás Rússlands í Úkraínu í stórmarkað. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttatíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju á mótmælum fyrir utan heimili hennar. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.