Unglingsstúlka liðið hrylling

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali fæddist í Los Angeles en ólst upp í Erítreu og átti sér stóra drauma. Hún var stað­ráðin í að verða fata­hönn­uður þegar hún yxi úr grasi. Draumar hennar urðu hins vegar að engu þegar hún var 15 ára gömul.

Hinn 8. desember 2012 var Ciham hand­tekin við landa­mæri Súdans þegar hún reyndi að flýja Erítreu. Faðir hennar, Ali Abdu, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra undir stjórn Isaias Afwerki forseta landsins, gerðist land­flótta þegar her landsins gerði vald­aránstilraun gegn stjórn­völdum. Sá orðrómur var á kreiki að Ali Abdu hefði stutt vald­aránið og Ciham kynni að hafa verið hand­tekin sem hefnd­ar­ráð­stöfun.

Níu ár eru liðin frá því að Ciham sætti þvinguðu manns­hvarfi en enginn veit, ekki einu sinni fjöl­skylda hennar, hvar hún er í haldi. Hún hefur ekki verið ákærð eða komið fyrir rétt. Það er engu líkara en Ciham sé horfin spor­laust.

Erítrea er alræmd fyrir að halda fólki föngnu í gámum neðanjarðar þar sem það þarf að þola miklar öfgar í hita og kulda. Frásagnir herma að margir hafi látið lífið af völdum pynd­inga, hungurs, sýkinga eða í kjölfar annarrar hrotta­legrar meðferðar í þessum fang­elsum.

Á meðan önnur börn á aldur við Ciham stefna á fram­halds­skóla hefur Ciham liðið ómældan hrylling.

Enda þótt Ciham sé banda­rískur ríkis­borgari hafa stjórn­völd þar í landi hunsað kröfur um að beita sér í máli hennar. Banda­rísk stjórn­völd hafa þagað þunnu hljóði yfir skelfi­legri stöðu Ciham, jafnvel þó að þau hafi vald til að hafa áhrif á stjórn­völd í Erítreu.

Krefðu stjórn­völd í Banda­ríkj­unum um að tala máli Ciham.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar um innrás Rússlands í Úkraínu í stórmarkað. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttatíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju á mótmælum fyrir utan heimili hennar. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.