Baráttukona skotin

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza hefur lagt sig alla fram í starfi sínu með börnum. Það er ástríða hennar að starfa með yngstu börn­unum þar sem hún telur að grunn­urinn að rétt­látara samfé­lagi byggðu á samkennd byrji með stuðn­ingi við þau.

Hún hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp rétt­látara samfélag í Mexíkó en þar í landi sæta konur oft árásum, eru niður­lægðar og myrtar fyrir það eitt að vera konur. Hún, sem femín­isti og aðgerðasinni, þekkir það af eigin raun þar sem hún týndi næstum lífi við að fordæma slíkt ofbeldi.

Wendy tók hinn 9. nóvember 2020 þátt í kröfu­göngu sem var skipu­lögð af hópi femín­ista í Cancún til að krefjast rétt­lætis fyrir konu sem var myrt og er þekkt sem Alexis.

Þegar hópur mótmæl­enda hóf að toga niður og brenna viðar­tálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mann­fjöld­anum. Wendy áttaði sig síðan á því að hún væri með skotsár á fótlegg sínum og sköpum.

Tveimur dögum seinna lagði hún fram form­lega kvörtun gegn lögregl­unni. Það tók marga mánuði fyrir ríkis­sak­sóknara að samþykkja sönn­un­ar­gögn frá henni, til að mynda klæðnað hennar frá þessum degi sem var með ummerki eftir skot. Mál hennar er enn í gangi. Þeir sem grun­aðir eru um að hafa staðið að skotárás­inni hafa ekki enn sætt ábyrgð.

Wendy hefur ekki látið þetta mál stöðva sig og hefur safnað saman hópi kvenna sem sættu árásum á mótmæl­unum.

„Ég er enn stað­ráðnari í að leyfa ekki 9. nóvember að falla í gleymsku. Þrátt fyrir undir­liggj­andi ótta minn að standa gegn ríkinu held ég áfram að brýna raust mína til að verja mann­rétt­indi mín og annars baráttu­fólks.“

Krefstu rétt­lætis í máli Wendy.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar um innrás Rússlands í Úkraínu í stórmarkað. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttatíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju á mótmælum fyrir utan heimili hennar. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.