Fangelsaður 16 ára

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Allt þar til nýverið var Mikita Zalat­arou eins og hver annar dæmi­gerður unglingur fyrir utan að þjást af floga­veiki. Hann naut þess að spila tölvu­leikinn Minecraft og hlusta á tónlist. Í dag er líf þessa 17 ára pilts hins vegar orðið að hreinni martröð.

Þetta hófst allt hinn 10. ágúst 2020 þegar Mikita var að bíða eftir vini sínum á aðal­torginu í borg­inni Homel, í suðaust­ur­hluta Hvíta-Rúss­lands. Þar nærri hafði fólk safnast saman til að mótmæla, að mestu frið­sam­lega, niður­stöðum forseta­kosn­ing­anna þegar lögreglan réðst til atlögu. Samkvæmt frásögn föður Mikita tóku mótmæl­endur á rás og einhver úr þeirra hópi hvatti Mikita til að gera slíkt hið sama, sem hann gerði.

Næsta dag birtust lögreglu­menn í dyra­gætt­inni heima hjá Mikita. Þeir hand­tóku hann og börðu og ásökuðu hann um að hafa kastað bens­ín­sprengju í áttina að tveimur lögreglu­mönnum kvöldið áður. Á meðan hann var í gæslu­varð­haldi héldu lögreglu­menn honum niðri og börðu með rafkylfu. Mikita var yfir­heyrður án þess að lögmaður væri viðstaddur eða annar full­orðinn einstak­lingur og sat á bak við lás og slá í sex mánuði áður en hann kom fyrir rétt.

Mikita var sakfellur fyrir óspektir á almanna­færi og notkun á ólög­legum sprengi­efnum, þrátt fyrir að sönn­un­ar­gögn á mynd­bandi sýndu að hann hefði ekki tekið þátt í ofbeldi. Fjöl­miðlaum­fjöllun um mótmælin skýrði heldur ekki frá borg­ar­aróstum. Engu að síður var Mikita dæmdur til fimm ára refsi­vistar á fanga­ný­lendu fyrir börn.

Krefðu stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi um að leysa Mikita úr haldi og veita honum sann­gjörn rétt­ar­höld.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar um innrás Rússlands í Úkraínu í stórmarkað. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttatíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju á mótmælum fyrir utan heimili hennar. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.