SMS - mál

Íran: ungur kúrdi dauðadæmdur

Ramin Hossein Panahi er 22 ára Kúrdi sem hefur verið í hungurverkfalli síðan 27. janúar. Ástæðan er dauðadómur sem hann hlaut fyrir að vera meðlimur í kúrdísku andstöðuhreyfingunni Komala.

Lesa meira

Kína: Mannréttindafrömuður í haldi

Kínverski mannréttindafrömuðurinn Zhen Jianghua hefur verið í haldi kínverskra yfirvalda síðan í september á síðasta ári og ekki fengið tækifæri til að ræða við lögmann sinn né fjölskyldu. Ekki er vitað hvar honum er haldið en hann var handtekinn vegna gruns um að hafa hvatt til spillingar gegn ríkisvaldinu. Óttast er að hann sæti slæmri meðferð.

Lesa meira

Kenýa: Þvingaður brottflutningur frumbyggja

Í janúar 2014 hófu stjórnvöld í Kenýa að bera frumbyggja út úr Embobut skógi sem hefur verið heimili fjölda ættbálka í nokkrar aldir. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar í nafni náttúruverndarverkefnis sem styrkt er af Evrópusambandinu en ganga þvert á lög og reglur í landinu og brjóta gegn mannréttindalögum.

Lesa meira

Pólland: Réttindi kvenna í hættu

Í október 2016 hafnaði þing Póllands frumvarpi til laga sem hefðu bannað fóstureyðingar. Frumvarpinu var hafnað í kjölfar mikilla mótmæla sem brutust út. Þetta var mikill sigur fyrir pólskar konur og sýnir svart á hvítu hversu áhrifarík mótmæli og alþjóðlegur stuðningur getur verið.

Lesa meira