SMS - mál

Sádi-Arabía: Ungur maður í hættu á að vera tekinn af lífi fyrirvaralaust

Abdulkareem al-Hawaj var handtekinn í janúar 2014 fyrir glæpi sem yfirvöld ásökuðu hann um að hafa framið í ágúst 2012, þegar hann var sextán ára, Meðal sakarefna var að hafa „varpað tveimur Molotoff-kokteilum“, „þátttaka í óeirðum þar sem skotið var að brynvörðu ökutæki“ og notkun á samfélagsmiðlum til að deila myndum og vídeóum af mótmælum.

Lesa meira

Handtekin fyrir að leita að týndum eiginmanni sínum

Líf Hanan Badr el-Din breyttist í júlí 2013 þegar eiginmaður hennar hvarf. Hún sá hann síðast í sjónvarpinu þar sem hann lá særður á spítala eftir að hafa mætt á mótmæli. Síðasta tilraun hennar til að fá upplýsingar um eiginmann sinn varð til þess að hún var handtekin og ranglega ákærð fyrir að vera félagi í bönnuðum hópi. Það gæti þýtt að minnsta kosti fimm ár í fangelsi. 

Lesa meira

Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir myndbönd á Facebook

Hann er aðgerðasinni á netinu og sjö barna faðir. Í september 2016 setti Tadjadine Mahamat Babouri, sem er þekktur undir nafninu Mahadine, inn myndbönd á Facebook þar sem hann sakaði stjórnvöld í Tsjad og fólk þeim tengt um spillingu og slæma meðferð á almannafé.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að vernda regnskóg í hættu

Clovis Razafimalala leggur sig allan fram við að vernda hverfandi regnskóg Madagaskar. Djarfar tilraunir Clovis til bjargar þessum sjaldgæfu, rúbínrauðu trjám hafa beint óæskilegri athygli að honum. Hann var dæmdur vegna rangra sakargifta og gæti farið í fangelsi hvað af hverju.  

Lesa meira