SMS - mál

Bandaríkin: Fyrsta aftakan í Nebraska síðan 1997 yfirvofandi

Fyrsta aftakan í Nebraska í 21 ár á að fara fram þann 14. ágúst 2018. Fanginn sem hefur verið á dauðadeild í 38 ár, hefur afsalað sér áfrýjunarrétti sínum og fer ekki fram á mildun á dómi. Amnesty hvetur yfirvöld til að falla frá þessari ákvörðun.

Lesa meira

Myanmar: Tveir blaðamenn í haldi fyrir rannsóknarblaðamennsku

Tveir blaðamenn sem hafa verið í haldi í sjö mánuði hafa nú verið formlega ákærðir í tengslum við rannsóknarblaðamennsku. Þeir standa frammi fyrir allt að 14 ára fangelsisvist. Leysa þarf þá úr haldi án tafar!

Lesa meira

Tyrkland: Námsmenn í haldi fyrir að móðga forsetann

Fjórir námsmenn úr tækniháskóla í Tyrklandi (ODTÜ) hafa verið hnepptir í varðhald vegna borða með skopmynd af forseta landsins, Recep Tayyip Erdoğan. Námsmennirnir gætu átt von á allt að fjögurra ára fangelsisdómi fyrir að „móðga forsetann“.

Lesa meira

Íran: Mannréttindasinni í haldi þarfnast krabbameinsskoðunar

Mannréttindasinninn Arash Sadeghi, 31 árs Írani, er í haldi sem samviskufangi þar í landi en hann var handsamaður fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt á friðsamlegan hátt. Nýlega greindist hann með æxli í olnboga sem kann að vera krabbamein. 

Lesa meira