SMS - mál

Malasía: Háskólanemi sakfelldur fyrir vörslu „ólöglegra“ bóka

Háskólaneminn Siti Noor Aishah hefur verið dæmd í fimm ára fangelsi í hæstarétti í Kuala Lumpur í Malasíu fyrir vörslu 12 bóka sem stjórnvöld hafa flokkað sem ólöglegar.  

Lesa meira

Grikkland: Konur og börn í flóttamannabúðum í Elliniko í mikilli hættu

Yfir þúsund flótta- og farandfólk býr við óöruggar aðstæður í þremur flóttamannabúðum í nágrenni Elliniko í Aþenu. Þá eiga konur og börn í hættu á að sæta kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Stjórnvöld verða að bregðast við án tafar og útvega íbúum búðanna annað viðeigandi húsnæði að höfðu samráði með það markmið að loka flóttamannabúðunum.  

Lesa meira

Tyrkland: Fellið niður ákærur gegn honum og verndið hann

Lögsókn á hendur tískuhönnuðinum og LGBTI aðgerðarsinnanum Barbaros Sansal fyrir að nýta sér tjáningarfrelsi sitt heldur áfram. Næsti málflutningur fer fram 1. júní næstkomandi. Á meðan á réttarhöldunum stendur getur Barbaros ekki sinnt vinnu sinni vegna ferðabanns og stjórnvöld bregðast þeirri skyldu sinni að vernda hann gegn frekari árásum. 

Lesa meira

Sýrland: Heimurinn verður að bregast við í kjölfar gasárásinnar

 Sífellt fleiri sönnunargögn berast nú sem benda til þess að taugagas hafi verið notað í eiturvopnaárás sem varð til þess að 70 manns létust og hundruð óbreyttra borgara slösuðust í Khan Sheikhoun í Idleb-héraði í norðanverðu Sýrlandi. Mörg fórnarlömb árásarinnar, sem átti sér stað um klukkan hálf sjö um morguninn að staðartíma, þriðjudaginn 4. apríl, virðast hafa orðið fyrir eitrun þegar þau sváfu í rúmum sínum. 

Lesa meira