SMS - mál

Ísland skuldbindi sig til að veita mun fleira flóttafólki alþjóðlega vernd

Flóttafólk í heiminum býr nú við mikla og brýna neyð. Nauðsynlegt er að þau ríki sem eiga þess kost leiti í sameiningu alþjóðlegra lausna á þessum vanda flóttafólks. Þá er við þessar aðstæður einkar mikilvægt að stjórnvöld í þessum ríkjum axli ábyrgð sína hver fyrir sig af einurð og tryggi flóttafólki raunverulega vernd. Ísland er eitt þessara ríkja.

Lesa meira

Ung kona sem sótt hefur um hæli í Bandaríkjunum sætir varðhaldi

Sara Beltran Hernandez flúði heimilisofbeldi og ofbeldi glæpagengja í El Salvador í nóvember 2015 til að vera hjá ættingjum í Bandaríkjunum. Hún hefur verið haldi í varðhaldsmiðstöð í Texas síðan þá, þrátt fyrir að eiga rétt á því að sækja um hæli. Sara þarf nauðsynlega á læknismeðferð að halda og það verður að veita henni reynslulausn á meðan hælisumsókn hennar er í vinnslu. 

Lesa meira

Palestínskur drengur áfram í varðhaldi án dómsúrskurðar

Ahmad Azmi Abdurrahman Hanatsheh, 17 ára palestínskur drengur, var handtekinn af ísraelskum hersveitum þann 1. ágúst 2016. Honum var fyrst haldið í sex mánaða varðhaldi án dómsúrskurðar sem síðan var framlengt um tvo mánuði þann 31. janúar síðastliðinn.   

Lesa meira

Íran: yfirvofandi aftaka ungs manns sem var undir aldri við handtöku

Hamid Ahmadi, sem var aðeins unglingur þegar hann var handtekinn, á nú á hættu að verða tekinn af lífi. Hamid var fluttur í einangrun í Lakan fangelsið í norðurhluta Íran til að undirbúa aftöku hans sem fara á fram 19. febrúar. Hann var handtekinn fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða ungs mann í slagsmálum fimm drengja þegar hann var 17 ára. 

Lesa meira