SMS - mál

Kína: ættingjar mannréttindafrömuðar hnepptir í varðhald!

Kínversk stjórnvöld hafa hneppt allt að 30 ættingja mannréttindafrömuðarins Rebiya Kadeer í varðhald. 

Lesa meira

Mjanmar: Stöðvið ofbeldi gegn Rohingja

Um 600.000 Rohingjar hafa flúið frá Mjanmar til Bangladess. Stöðugar fréttir berast af drápum öryggissveita Mjanmar en gervihnattamyndir benda til þess að kveikt hafi verið í heilu þorpunum. Enn fleiri hætta lífi sínu með því að flýja á fiskibátum frá Mjanmar til Bangladess og eru sumir þeirra illa slasaðir og með börn.

Lesa meira

Bangladess: Myrtur með sveðju fyrir að verja réttindi LGBTIQ fólks

Xulhaz Mannan var staddur í íbúð sinni ásamt vini þegar ókunnugir karlmenn sem þóttust vera sendlar ruddust inn vopnaðir sveðjum. Báðir mennirnir voru höggnir til dauða frammi fyrir 75 ára gamalli móður Xulhaz. Xulhaz hafði stofnað eina tímaritið í Bangladess sem fjallar um málefni LGBTIQ fólks. Það var mikið hættuspil í ljósi þess að samkynhneigð er bönnuð í landinu. 

Lesa meira

Ísrael: Standa frammi fyrir tilhæfulausum ákærum fyrir friðsamleg mótmæli

Farid al-Atrash og Issa Amro vilja binda enda á landnám Ísraels, stríðsglæp sem á rætur að rekja til 50 ára hernáms Ísraels á landi Palestínu. Ísrael hefur lokað mörgum svæðum fyrir Palestínubúum á hernumdu svæði í Palestínu, og það gerir þeim ómögulegt að ferðast að vild. Hins vegar geta landnemar af gyðingaættum í Ísrael farið um eins og þeim sýnist.

Lesa meira