SMS - mál

Gvatemala: Morðalda á mannréttindasinnum

Mannréttindasinnarnir Florencio Pérez Nájera og Alejandro Hernández García frá CODECA, samtökum smábænda í Campesino í Gvatemala voru myrtir á hrottafenginn hátt þann 4. júní. Yfirvöld verða að bregðast við og binda enda á þá morðöldu sem geisað hefur í landinu en sex mannréttindasinnar liggja í valnum á innan við mánuði.

Lesa meira

Sádí-Arabía: Mannréttindasinnar í haldi

Loujain al-Hathloul, Iman al-Nafjan og Aziza al-Yousef hafa verið í einangrun síðan um miðjan maí í Sádi-Arabíu. Ekki er vitað hvar þeim er haldið. Þær hafa verið í fararbroddi í kvennabaráttu í Sádi-Arabíu en þar er mikil mismunun í garð kvenna. Konur mega til dæmis ekki keyra bíla og þær börðust meðal annars fyrir breytingum á því.

Lesa meira

Mexíkó: Umhverfisverndarsinni látinn

Umhverfisverndarsinninn Manuel Gaspar Rodríguez fannst látinn þann 14. maí í Cuetzalan í Puebla fylki í Mexíkó. Hann var meðlimur í mannréttindasamtökunum Antonio Esteban og partur af bandalagi sem hefur mótmælt ýmsum orkutengdum verkefnum eins og námugreftri og byggingu háspennustrengs í Puebla fylki.

Lesa meira

Rússland: Friðsæll mótmælandi í varðhaldi

Mikhail Tsukanov var handtekinn þann 5. maí í Sankti Pétursborg í Rússlandi þar sem yfir 2000 manns mótmæltu endurkjöri Vladimir Pútíns í embætti forseta. Eftir að hafa eytt nótt í fangelsi var Tsukanov sektaður um 10.000 rússneskar rúblur og honum sagt að höfðað hefði verið sakamál gegn honum vegna brots gegn 318. grein í rússneskum refsilögum. 

Lesa meira