SMS - mál

Níger: Mannréttindasinnar handteknir og enn í haldi

Moussa Tchangari framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Alternative Citizen Spaces (AEC) sem vinna að efnahagslegum og félagslegum réttindum í Níger var handtekinn þann 25. mars síðastliðinn. Nokkrum tímum síðar voru Ali Idrissa, fulltrúi regnhlífarsamtaka um gagnsæi í fjármálum (ROTAB) og Nouhou Arzika, forseti samtaka sem snúa að ábyrgðarfullum ríkisborgurum (MPCR) líka handteknir. 

Lesa meira

Alþjóðlegt: Eitraða twitter

Konur standa frammi fyrir ofbeldisfullum hótunum, kynjamismunun, kynþáttafordómum og annars konar misrétti á Twitter. Samfélagsmiðillinn er yfirfullur af stafrænu ofbeldi gegn konum og það er oft svæsnara gegn konum með fötlun eða lituðum, samkynhneigðum, tvíkynja, trans og kynsegin konum.

Lesa meira

Bandaríkin: Samkynhneigður hælisleitandi í hættu að vera fluttur aftur til Gana.

Sadat I. er 31 árs samkynhneigður maður frá Gana og hefur verið í haldi útlendingaeftirlitsins í Bandaríkjunum síðan að hann sótti um hæli í janúar 2016. Hann er nú í haldi í Pearsall í Texas. Sadat flúði  Gana eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás af hóp sem kallar sig Safety Empire. 

Lesa meira

Bandaríkin: Óbirt sönnunargögn í dauðarefsingarmáli

Þann 8. mars 1986 fannst lík Cynthiu Tincher í bíl hennar í Toledo, Ohio. Sama dag var tilkynnt um hvarf meðleigjanda hennar, Debru Ogle. Lík hennar fannst 12. mars í skógi í Toledo og létust þær báðar af völdum skotsára. Tveir menn voru kærðir fyrir morðin, William Montgomery og Glover Heard. Heard samdi um 15 ára til lífstíðar fangelsisvist og slapp þannig við dauðadóm. Hann játaði að hafa verið viðriðinn morðin og bar vitni gegn Montgomery.

Lesa meira