SMS - mál

Bandaríkin: Aftaka fyrirhuguð þrátt fyrir að greining um geðklofa og ofsóknaræði liggi fyrir

Aftaka Bruce Ward er áætluð þann 17. apríl næstkomandi í Arkansas en hann hefur verið greindur með geðklofa og ofsóknaræði. Bruce hefur verið í varðhaldi frá árinu 1989 og þar af næstum 25 ár á dauðadeild. Hann var 32 ára þegar hann framdi morðið en hann er nú 60 ára. 

Lesa meira

Bresk og bandarísk stjórnvöld stöðvi vopnaflutning til Jemen

Börn í Jemen alast upp í landi sem hefur verið lagt í rúst vegna langra stríðsátaka. Borgarastyrjöldin sem hófst árið 2011 en náði hámæli í fyrra hefur aukið enn frekar á hörmungarnar. Bresk og bandarísk stjórnvöld eiga stóran þátt í því að réttur barna til öryggis og menntunar í Jemen er þverbrotinn með því að sjá hernaðarbandalagi undir stjórn Sádí-Arabíu fyrir vopnum. 

Lesa meira

Ísland skuldbindi sig til að veita mun fleira flóttafólki alþjóðlega vernd

Flóttafólk í heiminum býr nú við mikla og brýna neyð. Nauðsynlegt er að þau ríki sem eiga þess kost leiti í sameiningu alþjóðlegra lausna á þessum vanda flóttafólks. Þá er við þessar aðstæður einkar mikilvægt að stjórnvöld í þessum ríkjum axli ábyrgð sína hver fyrir sig af einurð og tryggi flóttafólki raunverulega vernd. Ísland er eitt þessara ríkja.

Lesa meira

Ung kona sem sótt hefur um hæli í Bandaríkjunum sætir varðhaldi

Sara Beltran Hernandez flúði heimilisofbeldi og ofbeldi glæpagengja í El Salvador í nóvember 2015 til að vera hjá ættingjum í Bandaríkjunum. Hún hefur verið haldi í varðhaldsmiðstöð í Texas síðan þá, þrátt fyrir að eiga rétt á því að sækja um hæli. Sara þarf nauðsynlega á læknismeðferð að halda og það verður að veita henni reynslulausn á meðan hælisumsókn hennar er í vinnslu. 

Lesa meira