SMS - mál

Íran: Komdu í veg fyrir aftöku manns sem var handtekinn barn að aldri

Mohammad Reza hlaut dauðadóm barn að aldri eftir ósanngjörn réttarhöld. Við verðum að bregðast við til að bjarga lífi hans.

Árið 2004 var Mohammad Reza Haddadi dæmdur til dauða, þá 15 ára gamall. Í sex skipti hefur aftaka hans verið sett á dagskrá en jafn oft verið stöðvuð, síðast vegna alþjóðlegrar reiði. Hann hefur nú eytt 14 árum í stöðugum ótta og við óbærilega áfallatreitu vegna yfirvofandi aftöku.

Lesa meira

Gvatemala: Frumvarp sem bannar meðgöngurof, hjónabönd samkynhneigðra og hinsegin kynfræðslu liggur fyrir á þingi.

Þingið í Gvatemala er við það að samþykkja lög sem banna meðgöngurof, hjónabönd samkynhneigðra og hinsegin kynfræðslu. Frumvarp nr. 5272 „Verndun fjölskyldu og lífs“ ógnar réttindum stúlkna, kvenna og hinsegin fólks, lífi þeirra og fjölskyldna þeirra.

Lesa meira

Víetnam: Óttast um líf samviskufanga eftir líflátshótanir

Mannréttindabaráttukonan Trần Thị Nga tjáði eiginmanni sínum í stuttu símtali frá fangelsinu sem hún situr í að annar fangi hafi gengið í skrokk á henni og hótað henni lífláti. Samkvæmt fyrri símtölum við fjölskyldu sína lítur út fyrir að ofbeldið sé skipulagt af fangelsisyfirvöldum til að refsa henni. Trần Thị Nga hefur verið haldið í fangelsi í átján mánuði. Hún er samviskufangi sem verður að leysa tafarlaust úr haldi.

Lesa meira

Mexíkó: 14 ára piltur beittur grófu lögregluofbeldi

José var á leið heim úr skóla stuttu eftir að hópur drengja í nágrenninu hafði átt í áflogum og kastað steinum í átt að lögreglubíl. Í stað þess að José hafi hlotið vernd og notið öryggis þegar lögregluna bar að garði var hann handtekinn og barinn, stigið var á höfuð hans og hlaut hann meiðsl á hálsi. Hann var afklæddur, tekinn úr skónum og settur í fangaklefa í nálægum bæ að nafni Chemax þar sem hann var handjárnaður upp við vegg og látinn dúsa í nokkrar klukkustundir.

Lesa meira