• ©iStockphoto.com/Heritage Film Project

Bandaríkin: Aftaka fyrirhuguð þrátt fyrir að greining um geðklofa og ofsóknaræði liggi fyrir

SMS-aðgerð-apríl

Þann 11. ágúst árið 1989 fann lögregluþjónn lík 18 ára gamallar stúlku, Rebeccu Doss, á bensínstöð í Little Rock í Arkansas þar sem að hún vann. Ári seinna þann 18. október 1990 var Bruce Ward dæmdur til dauða fyrir morðið. Dómi hans var tvisvar snúið vegna mistaka. Við þriðju réttarhöldin í október 1997 var Bruce aftur dæmdur til dauða. Áður en að þriðji dómurinn féll hafði lögmaður Bruce beðið um frest vegna þess að andlegri heilsu Bruce hafði „hrakað svo mikið að hann væri ófær um starstarf eða ósamvinnufús við lögmann sinn“. Bruce var sendur á ríkisspítala þar sem að hann neitaði að gangast undir nokkurt mat. Hann fékk ekki óháða skoðun áður en að dómur féll í máli hans og hann var aftur dæmdur til dauða 1997.

Árið 1986 í máli Ford gegn Wainwright kvað hæstiréttur upp fordæmisgefandi dóm sem kveður á um bann við aftöku fanga sem væru andlega vanhæfir, það er að segja þeir sem skilja ekki ástæðu eða veruleika refsingar sinnar. Árið 2007 útfærði hæstiréttur fyrri ákvörðun í máli Panetti gegn Quarterman þess efnis að vitund fanga um rök ríkisins fyrir aftöku sé ekki það sama og vitsmunalegur skilningur. Grófar ranghugmyndir vegna alvarlegrar geðröskunar geta gert að verkum að skilningur á tengingu brots og refsingarsamhengi teygist svo langt frá raunveruleikanum að refsingin þjóni ekki viðeigandi tilgangi.  

Bruce hefur verið á dauðadeild í meira en 25 ár og þar af meirihlutann í einangrun. Að sögn lögfræðings hans hefur andlegri heilsu hans haldið áfram að hraka og telur Bruce að lögfræðingur sinn sé hluti af samsæri gegn sér. Í greiningu sem lögfræðingur Bruce fékk frá lækni árin 2006, 2010, 2011 og 2015 var hann greindur með geðklofa og ofsóknaræði. Greining læknisins skýrir frá ofsóknaræði hans og miklum ranghugmyndum sem felast meðal annars í því að hann sé fórnarlamb samsæris þar sem hann hafi verið sakfelldur fyrir brot sem hann framdi ekki og honum sé ætlaður æðri tilgangur og að aftaka muni ekki verða framkvæmd. Í staðinn heldur hann að hann muni á endanum verði hann hreinsaður af öllum sökum og muni njóta velfarnaðar og eignast mörg börn. Læknirinn komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að Bruce hafi vitneskju um að hann hafi verið dæmdur til dauða sé þeirri vitneskja teflt í tvísýnu af ranghugmyndum og afbökunum vegna geðröskunar hans, geðklofa og ofsóknaræðis. Niðurstaða læknisins er sú að Bruce „hafi ekki vitsmunalegan skilning á dauðadómi sínu“. Eftir að hafa farið yfir læknaskýrslur Bruce er það niðurstaða læknisins að hann hafi þjáðst af geðklofa og ofsóknaræði við réttarhöldin 1990 og 1997, sem hafi hindrað vitsmunalegan skilning á atburðarásinni og hæfni hans til þess að verða sjálfum sér að liði við vörn hans.

SMS-félagar krefjast þess að bandarísk stjórnvöld mildi dóm Bruce Ward og felli úr gildi dauðadóminn yfir honum. Bruce hefur verið greindur með alvarlega geðröskun og læknir segir hann ekki hafa vitsmunalegan skilning á dauðadómi sínum. Því ætti ekki að taka hann af lífi. 

Þú getur skráð þig í SMS-aðgerðanetið hér: http://www.amnesty.is/taktu-thatt/sms-adgerdarnetid/