Bandaríkin: Fyrsta aftakan í Nebraska síðan 1997 yfirvofandi

Þann 3. apríl 2018 var gefin út aftökuskipun á fanga sem hafði afsalað sér áfrýjunarrétti sínum. Hæstiréttur í Nebraska hefur ákveðið að aftakan fari fram þann 14. ágúst. Þetta yrði fyrsta aftakan í ríkinu framkvæmd með banvænni sprautu og í fyrsta sinn í Bandaríkjunum þar sem notað yrði lyfið Fentanyl.

Í maí 2015 var samþykkt á þingi að afnema lög um dauðarefsingar í Nebraska en hins vegar gekk það ekki í gegn þar sem ákveðið var að leggja málið fyrir kjósendur í nóvember 2016. Kjósendur voru spurðir hvort þeir vildu ógilda eða halda lögunum um að afnema dauðarefsinguna. Niðurstaðan var sú að 61% kjósenda vildu ógilda lögin, þ.e. halda dauðarefsingunni.

Síðasta aftaka í Nebraska var framkvæmd þann 2. desember 1997. Viðhorf til dauðarefsinga hefur heldur betur breyst í Bandaríkjunum síðan þá en árið 1997 voru framkvæmdar 74 aftökur, árið 2007 voru framkvæmdar 42 aftökur og árið 2017 voru framkvæmdar 23 aftökur. Frá árinu 1997 hafa sjö fylki í Bandaríkjunum afnumið dauðarefsinguna og fleiri lýst yfir banni á dauðarefsingum. Yfir 40 lönd hafa afnumið lög um dauðarefsinguna síðan 1997 og í dag er hún ekki við gildi í 142 löndum. 

Sms-félagar eru mótfallnir dauðarefsingunni í öllum tilvikum og hvetja yfirvöld í Nebraska til að falla frá ákvörðun sinni. Þeir benda einnig á breytt landslag í þessum málum frá árinu 1997, 40 lönd hafa afnumið lög um dauðarefsinguna og er hún nú bönnuð í 142 löndum. Sms-félagar benda einnig á ítrekaðar niðurstöður allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að afnema skuli dauðarefsingunni.


Skráðu þig í sms-aðgerðarnetið hér.

242709-1- .