Bandaríkin: Samkynhneigður hælisleitandi í hættu að vera fluttur aftur til Gana.

Sadat I. er 31 árs samkynhneigður maður frá Gana og hefur verið í haldi útlendingaeftirlitsins í Bandaríkjunum síðan að hann sótti um hæli í janúar 2016. Hann er nú í haldi í Pearsall í Texas. Sadat flúði  Gana eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás af hóp sem kallar sig Safety Empire. Meðlimir hópsins kveiktu í húsinu hans og réðust einnig á frænda hans eftir að Sadat fór í felur. Hópurinn hafði áður ráðist á og yfirheyrt samkynhneigðan vin Sadit, tekið atburðinn upp og birt á Facebook.

Samkynhneigð er  refsverður glæpur í Gana og lögreglan aðhefst ekkert  þegar ráðist er á fólk sem tilheyrir LGBT samfélaginu. Þrátt fyrir að það séu til sannanir sem sýni fram á að Sadat muni eiga  á hættu að lenda í fangelsi og  lífi hans ógnað snúi hann aftur til Gana, hafa bandarísk stjórnvöld neitað  honum um vernd. Þau vilja senda hann aftur til Gana þar sem þau telja að ekki liggi nægilegar sannanir fyrir því að  líf hans sé í hættu. Sadat hefur farið í hungurverkföll tvisvar til að mótmæla illri  meðferð í fangelsi.

Fangelsun á eingöngu að nota sem síðasta úrræði í málum hælisleitanda. Reynslulausn ætti að vera veitt af mannúðarsjónarmiðum þar sem  engin ógn stafar af Sadat. Bandarísk stjórnvöld  verða að leysa hann strax úr haldi og samþykkja hælisumsókn hans.  

SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld hætti við  brottvísun Sadat og að honum verði sleppt úr haldi. Einnig að öryggisráð (Department of Homeland Security) skoði umsókn hans um hæli. SMS-félagar krefjast þess líka að meðferð hans í fangelsi verði rannsökuð.

Skráðu þig í SMS-aðgerðarnetið hér .