Alþjóðlegt: Eitraða twitter

Konur standa frammi fyrir ofbeldisfullum hótunum, kynjamismunun, kynþáttafordómum og annars konar misrétti á Twitter. Samfélagsmiðillinn er yfirfullur af stafrænu ofbeldi gegn konum og það er oft svæsnara gegn konum með fötlun eða lituðum, samkynhneigðum, tvíkynja, trans og kynsegin konum.

Forsvarsmenn Twitter létu nýverið eftirfarandi orð falla: „Við stöndum með konum heimsins til að raddir þeirra megi heyrast og þær verði sýnilegri.“ En konur taka ekki mark á yfirlýsingunni. Staðreyndin er sú að Twitter upplýsir ekki notendur um hvernig miðillinn túlkar sínar eigin reglur um ofbeldis- og hatursfullt efni né hvernig reglunum er framfylgt til að koma í veg fyrir eitrað efni.

Framkvæmdastjóri Twitter, Jack Dorsey, getur ekki leyft þessu ofbeldi gegn konum og öðrum minnihlutahópum að þrífast áfram á miðlinum undir sinni vakt. 

Bindum enda á stafrænt ofbeldi.

Með þinni hjálp getum við tryggt að Twitter verði öruggur staður fyrir hreyfingar eins og #MeToo og #TimesUp en ekki eitraður staður þar sem þaggað er niður í konum vegna ógnar um stafrænt ofbeldi og misbeitingu. Fjölmargar konur sem Amnesty International ræddi við sögðust hafa upplifað stafrænt ofbeldi sérstaklega ef þær tjáðu sig um kynjamisrétti eða notuðu myllumerki herferða eins og #MeToo. 

Framkvæmdastjóri og meðstofnandi Twitter, Jack Dorsey er maðurinn sem getur tryggt að miðillinn taki stafrænt ofbeldi alvarlega. Skrifaðu undir ákallið okkar og krefðu Twitter um að gera orð sín að veruleika.

#Toxictwitter

Skráðu þig í SMS-aðgerðarnetið hér .