Eþíópía: Óbreyttir borgarar drepnir af hermönnum

Í Hamaressa í Eþíópíu eru búðir fyrir flóttamenn í eigin landi. Stór hluti þessara flóttamanna er af Orómóar ættbálknum í Eþíópíu en í september 2016 flúðu hundruð þeirra frá Sómalíu-svæðinu í Eþíópíu vegna átaka milli fólks af Orómóa- og Sómalíu-uppruna. Talið er að fleiri þúsundi Orómóa-fólks sé á flótta. Nýlega hafa tvö atvik leitt til þess að Orómóar hafa látist.      

Þann 11. febrúar mættu 50 – 60 hermenn á vörubílum með matarbirgðir inn í flóttamannabúðirnar í Hamaressa en við það skapaðist mikill æsingur og fólk tók að umkringja bílana. Í kjölfarið brutust út átök milli flóttafólks og hermanna og hermennirnir hófu að skjóta á flóttafólkið. Tveir létust samstundis í búðunum en annar þeirra var lögreglumaður sem hafði fyrr beðið hermennina um að yfirgefa svæðið. Fleiri voru fluttir særðir á sjúkrahús og í heildina létust fjórir af sárum sínum.

Annað atvik átti sér stað í kjölfar mikillar spennu 12. febrúar milli eþíópískra Orómóa og eþíópískra Sómala í Madawalabu í Orómíu þar sem hermenn hófu að skjóta á opnu svæði en fjórir létust og að minnsta kosti 14 særðust en allir tilheyrðu þeir Orómóa samfélaginu.

SMS-félagar krefjast þess að herinn hætti að stunda ólöglegar aðgerðir á meðan löggæslu er sinnt og að sjálfstæð, óháð og gegnsæ rannsókn á  morðum á eþíópískum Orómóum fari fram. Tryggt verði að þeir sem verða fundnir sekir verði sóttir til saka en þó verði þess gætt að réttarhöldin verði framkvæmd samkvæmt alþjóðlegum lögum og dauðarefsingunni ekki verið beitt. SMS-félagar krefjast þess líka að fórnarlömb og fjölskyldur hljóti skaðabætur.

Þú getur skráð þig í SMS – aðgerðarnetið HÉR .