Flóttafólk á Manu sætir hrottalegu ofbeldi!

Sms aðgerð ágúst 2017

Flottafolk .

Hundruð flóttafólks og einstaklinga sem leita hælis undan ofsóknum eru nú föst á eyjunni Manu í Papúa. Þar á fólkið á hættu að sæta hrottalegu ofbeldi. Áströlsk yfirvöld sendu flóttafólkið með valdi til Papúa þó að það hafi leitað verndar í Ástralíu. Margir hafa setið fastir á eyjunni í nokkur ár og margt flóttafólk þjáist af alvarlegum geðrænum kvillum og streitu vegna meðferðar stjórnvalda í Ástralíu.

Sms félagar okkar þrýsta nú á áströlsk stjórnvöld að tryggja að öllu ofbeldi gegn flóttafólki linni og að það verði allt flutt tafarlaust til Ástralíu og tryggt að þeir sem fá stöðu flóttamanns hafi rétt til að dvelja í Ástralíu eða annars staðar. Einnig hvetja þeir stjórnvöld í Papúa til að rannsaka þegar í stað allar ásakanir um ofbeldi í garð flóttafólksins!